560. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn kemur saman til 560. fundar fimmtudaginn 30. október kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 - 2025050025
Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028
Bæjarstjóri leggur framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2025-2035 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
3. Viðhaldsáætlun 2026 - 2025050029
Bæjarstjóri leggur viðhaldsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 fram til samþykktar í bæjarstjórn.
4. Þjónustustefna 2026-2029 - 2022110084
Bæjarstjóri leggur Þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar 2026-2029 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
5. Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Tillaga frá 1344. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 20. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki gjaldskrár sorps, fráveitu og vatnsveitu 2026, en lagt er til að þjónustugjöld vatnsveitu og fráveitu hækki ekki milli áranna 2025 og 2026.
6. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006
Tillaga frá 1345. fundi bæjarstjórnar, en fundur var haldinn 27. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 22 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna endurmats á framkvæmdaáætlun og tillögu um lækkun á henni um 20 m.kr.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 0 eða óbreytt neikvæð afkoma upp á 142.500.000,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma úr í kr. 607.800.000.
Viðauki þessi leggur til verulega tilfærslu á verkefnum framkvæmdaáætlunar 2025 ásamt því að flýta verkefnum sem eru á framkvæmdaáætlun 2026 yfir á 2025.
Framkvæmdaráætlun fyrir A og B hluta lækkar úr 980 m.kr. í 960 m.kr. A hluti lækkar úr 380 m.kr. í 328 m.kr. og B hluti úr 600 m.kr. í 632 m.kr.
7. Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar - viðaukar 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta - 2025080144
Lagðar fram til síðari umræða og samþykkt bæjarstjórnar breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar auk viðaukar nr. 3-12 við samþykktir sveitarfélagsins.
Fyrri umræða fór fram á 559. fundi þann 16. október 2025.
8. Grunnskólinn á Ísafirði. Mat á húsnæðisþörf 2025 - 2025080131
Tillaga frá 1345. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 27. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki skipan nefndar um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði, og samþykkja erindisbréf nefndarinnar.
9. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting - Eyrarkláfur - 2025100173
Tillaga frá 661. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 21. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Deiliskipulag Gleiðarhjalli - breyting - Eyrarkláfur - 2025100174
Tillaga frá 661. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 21. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu breytingu á deiliskipulagi Gleiðarhjalla, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Deiliskipulag Eyrarkláfur nýtt - 2025100175
Tillaga frá 661. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 21. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. Deiliskipulag á Torfnesi - menntastofnanir og dæluhús - 2025030193
Tillaga frá 661. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 21. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila opinbera kynningu á deiliskipulagsbreytingum á Torfnesi sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti.
13. Hólakot í Dýrafirði. Merkjalýsing L205506 - 2025100059
Tillaga frá 661. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 21. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki merkjalýsingu Hólakots L205506 í Núpsdal, dags. 11. ágúst 2025.
14. Flugvallarvegur 1, Ísafjarðarflugvelli. Stofnun lóðar - 2025040046
Tillaga frá 661. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 21. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun lóðar við Flugvallarveg 1 undir flugskýli í samræmi við merkjalýsingu dags. 10. október 2025.
Fundargerðir til kynningar
15. Bæjarráð - 1344 - 2510015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1344. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 20. október 2025.
Fundargerðin er 8 liðum.
16. Bæjarráð - 1345 - 2510018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1345. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 27. október 2025.
Fundargerðin er 7 liðum.
17. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 661 - 2510014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 661. fundar skipulags- og mannvirkjanefnda, en fundur var haldinn 21. október 2025.
Fundargerðin er í 12 liðum.
18. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 31 - 2510009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 15. október 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
19. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 161 - 2510004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 161. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 15. október 2025.
Fundargerðin er í 4 liðum.