562. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn kemur saman til 562. fundar fimmtudaginn 4. desember kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarherbergi á Vestfjarðastofu, Vestrahúsinu, Suðurgötu 12 á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Trúnaðarmál í bæjarráði - 2025110048
Trúnaðarmál lagt fram í bæjarstjórn.
2. Trúnaðarmál á eignasviði - 2025110056
Trúnaðarmál lagt fram í bæjarstjórn.
3. Samþykkt um hundahald - 2025 - 2025070013
Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki nýjar samþykktir um hundahald.
4. Samþykkt um kattahald - 2025 - 2025070012
Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki nýjar samþykktir um kattahald.
5. Uppbyggingasamningar 2026 - 2025110007
Tillaga frá 33. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000 en sótt var um fyrir kr.57.816.940. Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:
Golfklúbburinn Gláma: Upphæð kr.1.000.000. Geymslurými fyrir slátturvélar.
Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð kr.4.900.000. Varmadælur og loftræsting.
Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð kr.500.000. Endurnýjun búnaðar.
Skíðafélag Ísfirðinga - skíðagöngudeild: Upphæð kr.800.000. Innrétting og bætt aðstaða, Búrfell.
Skíðafélag Ísfirðinga - brettadeild: Upphæð kr.600.000. Uppbygging á snjóbrettagarði.
Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð kr.2.000.000. Uppbygging sjoppu í stúku, pípu- og raflagnir.
Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð kr.5.000.000 kr. Vinnuvél.
Íþróttafélagið Vestri, almenningsíþróttadeild: Upphæð kr.200.000. Hönnun og undirbúningur brauta fyrir akstursíþróttir.
Körfuknattleiksdeild Vestra sótti um kr.17.000.000 fyrir LED-auglýsingaskjáum í íþróttahúsið á Torfnesi. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði hvort hægt verði að setja upphæðina inn í framkvæmdaáætlun 2027.
Knattspyrnudeild Vestra sótti um kr.3.000.000 fyrir framkvæmdum á eldhúsi í Vallarhúsi. Samkvæmt umsókn er vinnunni að mestu lokið og því er verkefnið ekki styrkhæft skv. reglum Ísafjarðarbæjar um uppbyggingarsamninga.
6. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2026 - 2025120020
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki viðauka 1 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026, vegna tilfærslu uppbyggingasamninga 2026 á rétta deild í fjárhagsbókhaldi.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er engin.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og helst rekstrarniðurstaðan óbreytt í kr. 274.600.000,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og helst rekstrarniðurstaðan óbreytt í kr. 581.600.000,-
7. Umsókn um lóðarleigusamning undir þurrkhjall, Eyrarhlíð - 2025110085
Tillaga frá 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila lóðarleigusamning við Eyrarhlíð, Hnífsdalsveg 41 í samræmi við mæliblað tæknideildar.
8. Ósk um stofnun lóða á gamla Olíumúla - 2025010291
Tillaga frá 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun lóða við Kristjánsgötu 21 og 23 á gamla Olíumúlanum, Ísafirði.
9. Umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá - Grænahlíð - 2025110100
Tillaga frá 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun fasteignar vegna þjóðlendunnar Grænahlíð í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
10. Umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá - Almenningar vestari - 2025110105
Tillaga frá 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun fasteignar vegna þjóðlendunnar Almenningar vestari í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Fundargerðir til kynningar
11. Bæjarráð - 1349 - 2511016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1349. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 24. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
12. Bæjarráð - 1350 - 2511024F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1350. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. desember 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
13. Hafnarstjórn - 265 - 2511017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 265. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 26. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 4 liðum.
14. Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 9 - 2511011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 21. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 1 lið.
15. Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 43 - 2509026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar Sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps en fundur var haldin 21. nóvember 2025.