Frístundastyrkir fyrir börn í 1.–10. bekk
06.01.2026
Fréttir
Ísafjarðarbær býður nú frístundastyrki fyrir öll börn í 1.–10. bekk í grunnskóla, sem eru með lögheimili í Ísafjarðarbæ, en styrkurinn var áður í boði fyrir börn í 5.–10. bekk.
Markmið styrksins er að tryggja jöfnuð, auka fjölbreytni í íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og styðja við þroska barna og unglinga. Styrkurinn hvetur líka til meiri hreyfingar, félagslegra samskipta og hjálpar til við að koma í veg fyrir að börn og unglingar hætti í tómstundum.
Styrkupphæð er 40.000 kr. og gildir frá 1. janúar 2026 – 31. desember 2026. Forráðamenn geta notað styrkinn þegar gjöld eru greidd í gegnum skráningarkerfið Abler. Hægt er að velja hversu háa upphæð styrksins skal nýta hverju sinni.
Nánar upplýsingar um frístundastyrk: