537. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 537. fundar fimmtudaginn 5. september kl. 17.
Lesa fréttina 537. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Innskráning í þjónustugátt eftir að notkun Íslykla verður hætt

Íslykill hættir í notkun 1. september 2024 og notkun hans hefur nú þegar verið hætt við innskráningu á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar. Eingöngu er hægt að skrá sig inn í gegnum islands.is með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappinu.
Lesa fréttina Innskráning í þjónustugátt eftir að notkun Íslykla verður hætt

Dynjandisheiði lokuð vegna klæðningarvinnu

Vegna klæðingarvinnu mun Dynjandisheiði verða lokað sem hér segir: Frá kl. 22:00 á mánudagskvöldi…
Lesa fréttina Dynjandisheiði lokuð vegna klæðningarvinnu

Auglýsing: Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum

Sveitarfélögin á Vestfjörðum vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Tillaga að áætluninni ásamt umhverfismatsskýrslu liggur nú fyrir og gefst almenningi tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri til 8. október.
Lesa fréttina Auglýsing: Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum
Mynd: Loftmyndir.

Flateyri: Götulokanir vegna malbikunar í Tjarnargötu

Til stendur að malbika Tjarnargötu á Flateyri í dag, mánudaginn 26. ágúst. Aðgengi fyrir bíla að Hjallavegi, Ólafstúni og Goðatúni verður skert frá Tjarnargötu frá því vinna hefst og til morguns.
Lesa fréttina Flateyri: Götulokanir vegna malbikunar í Tjarnargötu

Vetraropnun í sundlaugum Ísafjarðarbæjar 2024

Í dag, föstudaginn 23. ágúst verður skipt úr sumaropnun í vetraropnun í sundlaugunum á Flateyri, Ísafirði og Suðureyri. Þingeyringar fá að njóta sumaropnunarinnar aðeins lengur, eða til 1. september.
Lesa fréttina Vetraropnun í sundlaugum Ísafjarðarbæjar 2024

Þjónustukönnun Byggðastofnunar: Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt, utan höfuðborgarsvæðis, vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu. Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni.
Lesa fréttina Þjónustukönnun Byggðastofnunar: Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Tillaga að breytingum á aðalskipulagi: Breytt landnotkun á Suðurtanga

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar, í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykkti þann 19. ágúst 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga, Ísafirði. Hægt að skila athugasemdum við tillöguna rafrænt um skipulagsgátt eða beint til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar: skipulag@isafjordur.is til og með 3. október 2024.
Lesa fréttina Tillaga að breytingum á aðalskipulagi: Breytt landnotkun á Suðurtanga

Hugum að trjágróðri við lóðamörk

Garðeigendur í Ísafjarðarbæ eru hvattir til að klippa trjágróður við lóðamörk svo hann hindri ekki umferð vegfarenda eða hylji umferðarskilti og götumerkingar og dragi úr götulýsingu. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna þegar skólarnir eru að byrja og margir ungir nemendur að taka sín fyrstu skref í umferðinni.
Lesa fréttina Hugum að trjágróðri við lóðamörk
Er hægt að bæta efnið á síðunni?