Skemmtiferðaskipatímabilinu 2025 er formlega lokið, en síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar í byrjun vikunnar. 188 skemmtiferðaskip komu til hafna Ísafjarðarbæjar árið 2025, með samtals 247.160 gesti. Áætluð hafnargjöld vegna komu skemmtiferðaskipa eru tæpar 854 milljónir króna.
Viðtalstímar bæjarstjóra og sviðsstjóra í Blábankanum
Bæjarstjóri og sviðsstjórar skóla- og tómstundasviðs og velferðarsviðs bjóða upp á viðtalstíma í Blábankanum á Þingeyri miðvikudaginn 5. nóvember kl. 13:30-16:00.
Sundlaugin á Flateyri hefur verið lokuð í nokkurn tíma vegna bilunar í dælubúnaði sem varð til þess að laugin hélt ekki vatni. Þar sem um tímafrekar viðgerðir var að ræða var ákveðið að nýta tækifærið og mála sundlaugarkarið í leiðinni. Nú sér loks fyrir endann á þessum endurbótum og verður sundlaugin opnuð aftur laugardaginn 25. október.