Útboð: Snjómokstur í Ísafjarðarbæ 2025-2030

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.

Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.

Dagsetning opnunar: 13. nóvember 2025

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Snjómokstur í Ísafjarðarbæ 2025 - 2030“.

Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum og bifreiðastæðum, ásamt akstri á snjó frá götum og bifreiðarstæðum í samræmi við snjómokstursreglur Ísafjarðarbæjar.

Samningstími er til 15. apíl 2030.

Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Verkís, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði frá og með 30. október 2025. Þeir sem vilja fá útboðsgögn afhent skulu senda ósk um það á netfangið jbh@verkis.is.

Tilboðum skal skila á netfangið jbh@verkis.is eða á skrifstofu Verkís í stjórnsýsluhúsinu, 3. hæð, fyrir 13. nóvember 2025 klukkan 10.00. Ekki er um að ræða eiginlegan opnunarfund.