561. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn kemur saman til 561. fundar fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 23 - ný staðgreiðsluáætlun - 2025020006
Tillaga frá 1347. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 10. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 23 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna nýrrar staðgreiðsluáætlunar 2025.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning afgangs um 147.000.000,-,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 147.000.000 eða breytt afkoma úr neikvæðri afkomu upp á 142.500.000,- í jákvæða afkomu upp á 4.500.000,-,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 147.000.000,- eða hækkun afkomu úr 607.800.000 í kr. 754.800.000.
2. Trúnaðarmál í bæjarráði - 2025110048
Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarstjórn.
3. Trúnaðarmál á eignasviði - 2025110056
Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarstjórn.
4. Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2026 - 2025100061
Tillaga frá 1348. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 17. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að fasteignagjöld ársins 2026 verði 0,48% af íbúðarhúsnæði, og 1,65% af atvinnuhúsnæði og öðru húsnæði, og að lóðarleiga verði 1,5% af íbúðarhúsnæði og 3% af atvinnuhúsnæði og öðru húsnæði.
5. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 - 2025050025
Forseti leggur fram til samþykktar og síðari umræðu tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029.
6. Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028
Forseti leggur fram til samþykktar og síðari umræðu tillögu að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2026-2036.
7. Þjónustustefna 2026-2029 - 2022110084
Forseti leggur fram til síðari umræðu og samþykktar Þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar 2026-2029.
8. Endurskoðun 2025-2027 - 2025090060
Tillaga frá 1348. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykkja endurnýjun á samningi við KPMG um endurskoðun Ísafjarðarbæjar vegna rekstraráranna 2025-2027, að fjárhæð 4.890.000 árlega, auk virðisaukaskatts.
9. Sjúkraflutningar endurnýjun samnings 2025 - 2025070057
Tillaga frá 1346. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 3. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykkja endurnýjun samnings um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
10. Endurnýjun samning vegna leigu á rými fyrir aðgerðastjórn - 2025100189
Tillaga frá 1346. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 3. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykkja endurnýjun samnings vegna leigu á rými Ísafjarðarbæjar fyrir aðgerðarstjórn almannavarna.
11. Tímabundinn leigusamningur slökkviliðs í Guðmundarbúð - 2025100190
Tillaga frá 1346. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki tímabundinn leigusamning slökkviliðs í Guðmundarbúð.
12. Deiliskipulag Eyrarkláfur nýtt - 2025100175
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að leiðrétta bersýnilega villu í fyrri ákvörðun sinni, sem tekin var á 560. fundi bæjarstjórnar, þann 30. október 2025, og heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en rétt tillaga er dags. 16. september 2025, ásamt uppdrætti dags. 8. september 2025 og fylgir máli þessu.
13. Hvítisandur. Ósk um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð - 2025110057
Tillaga frá 1348. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki bókun 662. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 12. nóvember 2025, um að gera ekki athugasemd við að ráðherra veiti undanþágu í samræmi við erindi Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð, þar sem kveðið er á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 metrar.
14. Oddavegur 5, Flateyri. Lóðarleigusamningur vegna sölu - 2023100004
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 20245, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir mannvirkin við Oddaveg 5 á Flateyri í samræmi við mæliblað þar sem að helstu niðurstöður sýna að mengun mælist undir hámarksgildum atvinnusvæðis í báðum sýnum.
15. Seljalandsvegur 8, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025100194
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 20245, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Seljalandsveg 8 á Ísafirði í samræmi við mæliblað tæknideildar.
16. Hnífsdalsvegur 27, Ísafirði. Lóðarleigusamningur - 2025060066
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 20245, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hnífsdalsveg 27 á Ísafirði í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
17. Heiðarbraut 6, Hnífsdal. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025100153
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 20245, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Heiðarbraut 6 í Hnífsdal í samræmi við mæliblað tæknideildar.
18. Samningur Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar 2025-2028 - 2025110006
Tillaga frá 32. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun samnings Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar vegna áranna 2025-2029.
19. Frístundastyrkir - 2024110087
Tillaga frá 32. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að gera breytingar á 2. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um frístundastyrki þannig að aldursviðmiðið breytist úr 5.-10. bekk grunnskóla í 1.-10. bekk grunnskóla. Jafnframt er lagt til að heildarfjárhæð frístundastyrkja hækki úr 10 milljónum kr. í 15 milljónum kr.
Fundargerðir til kynningar
20. Bæjarráð - 1346 - 2510028F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1346. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. nóvember 2025.
Fundargerðin er 19 liðum.
21. Bæjarráð - 1347 - 2511005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1346. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 10. nóvember 2025.
Fundargerðin er 10 liðum.
22. Bæjarráð - 1348 - 2511009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1347. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. nóvember 2025.
Fundargerðin er 12 liðum.
23. Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 8 - 2506002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldinn var 3. júní 2025.
Fundargerðin er í 1. lið.
24. Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 9 - 2506019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldin var 25. júní 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
25. Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 10 - 2507008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða en fundur var haldinn þann 9. júlí 2025.
Fundargerðin er í 1 lið.
26. Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 11 - 2510023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða en fundur var haldinn 29. október 2025
Fundargerðin er í 3 liðum.
27. Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 8 - 2510025F
Lögð fram til kynningar 8. fundargerð nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
28. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 - 2511002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 662. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 17 liðum.
29. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 32 - 2510026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 11 liðum.