Tímabundinn flutningur afgreiðslu Ísafjarðarbæjar

Afgreiðsla Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, og skrifstofur stjórnsýslu- og fjármálasviðs, flytja tímabundið í Vestrahúsið vegna framkvæmda í Stjórnsýsluhúsinu.

Frá 1. desember til 1. febrúar 2026 verður afgreiðslan í sama rými og Vinnumálastofnun, á jarðhæð í Vestrahúsinu, Suðurgötu 12. Áfram verður opið frá kl. 10:00-12:00 og 12:30-15:00.

Skrifstofur velferðarsviðs á annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu verða áfram opnar.

Framkvæmdirnar í Stjórnsýsluhúsinu eru víðtækar, en skrifstofur umhverfis- og eignasviðs og skóla- og tómstundasviðs eru tímabundið fluttar á fjórðu hæðina á Hlíf. Þar er hægt að taka á móti gestum en viðskiptavinum er bent á að hringja eða senda tölvupóst á þann starfsmann sem óskað er eftir að hitta. Einnig er hægt að bóka tíma rafrænt á bókunarvef.

Bókunarvefur skóla- og tómstundasviðs

Bókunarvefur umhverfis- og eignasviðs