Ísafjörður: Lokað fyrir vatn í efri bæ kl. 13:30
Uppfært kl. 14:40:
Lengur tekur að tæma lögnina en áætlað var, en það er nauðsynlegt til að hægt sé að hefja viðgerðir. Því verður lokað fyrir vatnið til um kl. 19.
Þá hefur komið í ljós að lokunin nær líklega til alls Engjavegs, Seljalandsvegs og Urðarvegs.
Vegna bilunar í vatnsveitu hefur verið lokað fyrir vatn í Sætúni, Miðtúni, Stakkanesi 1-13, Seljalandsvegi 34-70 og Engjavegi 17-34 í dag, þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13:30.
Áætlað er að viðgerðarvinna standi til kl. 16:00.
SMS hefur verð sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.
Til að skrá númer þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á 1819 og velja Mín skráning undir Minn aðgangur. Þar er hægt að setja inn eða uppfæra símanúmer og heimilisfang.