Hundahreinsun 26. nóvember–3. desember
25.11.2025
Fréttir
Árleg hundahreinsun Ísafjarðarbæjar verður á Dýralæknastofu Helgu, Mánagötu 2 á Ísafirði, dagana 26.-28. nóvember og 1.-3. desember kl. 9-16 (opið í hádeginu).
Engrar tímapöntunar er þörf, allir skráðir hundaeigendur geta mætt með hunda sína og fengið þá hreinsaða.
Ef hundar og eigendur þeirra kjósa að fá meira næði eða láta skoða dýrið er hægt að bóka tíma hjá dýralækni með því að hringja í síma 896 5205.
Hundaeigendur sem hafa þegar látið hreinsa hunda sína geta sent staðfestingarskjal á hundahald@isafjordur.is.
Hundahreinsun er innifalin í leyfisgjaldi til Ísafjarðarbæjar og er skorað á þau sem eiga eftir að ganga frá skráningu að gera það hið fyrsta. Hunda má skrá í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.