Jólaljósin tendruð í Ísafjarðarbæ næstu tvær helgar
Ljósin verða tendruð á jólatrjám í Ísafjarðarbæ helgarnar 22.-23. nóvember og 29.-30 nóvember.
Dagskráin verður með hefðbundnu sniði á hverjum stað – ljúfir jólatónar og jólasveinar sem gleðja bæði börn og fullorðna.
22. nóvember – Þingeyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Þingeyri klukkan 16:00.
Leikskólabörn syngja jólalög.
Kirkjukór Þingeyrar syngur.
Höfrungur býður upp á kakó og piparkökur.
Vakin er athygli á jólaopnun í Vélsmiðju GJS á Þingeyri þennan sama dag, kl. 12-18.
23. nóvember – Flateyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Flateyri klukkan 16:00.
Skólabörn syngja jólalög.
Jólamarkaður Hollvinasamtaka Samkomuhússins á Flateyri kl. 13-18.
29. nóvember – Ísafjörður
15:30: Kakó- og torgsala 10. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði
16:00 Lúðrasveitin spilar fjöruga tónlist.
Barnakór og forskóli TÍ spila og syngja jólalög.
Ljósin tendruð á jólatrénu á Silfurtorgi.
30. nóvember – Suðureyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Suðureyri klukkan 16:00.
Kvenfélagið Ársól stendur fyrir kakó- og smákökusölu.
Hjarta þorpsins – Jólamarkaður í félagsheimilinu kl. 13-16.