Þjónustustefna Ísafjarðarbæjar 2026-2029 samþykkt

Þjónustustefna Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2026-2029 hefur verið samþykkt í bæjarstjórn.

Stefnan er unnin samkvæmt sveitarstjórnarlögum en þar er kveðið á um að sveitarstjórn skuli móta sér stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins. 

Þjónustustefna Ísafjarðarbæjar 2026-2029

Markmið stefnunnar er að tryggja íbúum aðgengilega og sanngjarna þjónustu sem er aðlöguð að þörfum byggðanna fjarri Ísafirði, þar sem stjórnsýslustöð sveitarfélagsins er. Stefnunni er skipt upp eftir málaflokkum og hvernig þjónustu er háttað í byggðum og byggðar­lögum sveitarfélagsins. Skilgreind þjónustusvæði eru fjögur; Skutulsfjörður, Súgandafjörður, Önundarfjörður og Dýrafjörður. Innan hvers þjónustusvæðis er þéttbýliskjarni og dreifbýli hvers svæðis.

Skutulsfjörður

Súgandafjörður

Önundarfjörður

Dýrafjörður

Ísafjörður þéttbýliskjarni

Suðureyri þéttbýliskjarni

Flateyri þéttbýliskjarni

Þingeyri þéttbýliskjarni

Hnífsdalur þéttbýliskjarni

Súgandafjörður dreifbýli

Önundarfjörður dreifbýli

Dýrafjörður dreifbýli

Skutulsfjörður dreifbýli

 

 

Arnarfjörður dreifbýli

Stefnan er sett þannig fram að fyrst er fjallað um lögskyld verkefni og hvernig þeim er háttað á hverjum stað fyrir sig. Næst er fjallað um lögheimil verkefni og síðast þau valkvæðu verkefni þar sem sveitarfélagið veitir þjónustu. Í mörgum tilfellum er þjónustunni eins háttað fyrir allt sveitar­félagið í heild.

Stefnan er endurskoðuð árlega, samhliða gerð fjárhagsáætlunar.