Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 23 - ný staðgreiðsluáætlun - 2025020006
Tillaga frá 1347. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 10. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 23 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna nýrrar staðgreiðsluáætlunar 2025.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning tekna um 147.000.000,-,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 147.000.000 eða breytt afkoma úr neikvæðri afkomu upp á 142.500.000,- í jákvæða afkomu upp á 4.500.000,-,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 147.000.000,- eða hækkun afkomu úr 607.800.000 í kr. 754.800.000.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning tekna um 147.000.000,-,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 147.000.000 eða breytt afkoma úr neikvæðri afkomu upp á 142.500.000,- í jákvæða afkomu upp á 4.500.000,-,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 147.000.000,- eða hækkun afkomu úr 607.800.000 í kr. 754.800.000.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
2.Trúnaðarmál í bæjarráði - 2025110048
Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarstjórn.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti leggur fram tillögu um frestun máls til næsta fundar.
Forseti bar fresttillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti leggur fram tillögu um frestun máls til næsta fundar.
Forseti bar fresttillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
3.Trúnaðarmál á eignasviði - 2025110056
Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarstjórn.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti leggur fram tillögu um frestun máls til næsta fundar.
Forseti bar fresttillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti leggur fram tillögu um frestun máls til næsta fundar.
Forseti bar fresttillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Tillaga frá 494. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki gjaldskrá velferðarsviðs, stuðningsþjónustu, Hvestu og skammtímavistunar og aksturþjónustu.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
5.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja. - 2025090183
Tillaga frá 494. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
6.Sérstakur húsnæðisstuðningur - yfirfara tekjuviðmið fyrir árið 2026. - 2025080091
Tillaga frá 494. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
7.Frístundastyrkir - 2024110087
Tillaga frá 32. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að gera breytingar á 2. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um frístundastyrki þannig að aldursviðmiðið breytist úr 5.-10. bekk grunnskóla í 1.-10. bekk grunnskóla. Jafnframt er lagt til að heildarfjárhæð frístundastyrkja hækki úr 10 milljónum króna í 15 milljónir króna í fjárhagsáætlun 2026.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, og Elísabet Samúelsdóttir.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
8.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2026 - 2025100061
Tillaga frá 1348. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 17. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að fasteignagjöld ársins 2026 verði 0,48% af íbúðarhúsnæði, og 1,65% af atvinnuhúsnæði og öðru húsnæði, og að lóðarleiga verði 1,5% af íbúðarhúsnæði og 3% af atvinnuhúsnæði og öðru húsnæði.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
9.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 - 2025050025
Forseti leggur fram til samþykktar og síðari umræðu tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson, og Gylfi Ólafsson.
Jóhann Birkir Helgason lagði fram eftirfarandi bókun f.h. D-lista Sjálfstæðisflokks:
"Nú tökum við fyrir til seinni umræðu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026.
Sveitarfélagið hefur góða fjárfestingargetu til að sinna nauðsynlegum verkefnum, þó að veltufjárhlutfall sé undir viðmiðum. Tekjur hækka stöðugt, en gjöld vaxa einnig, einkum launakostnaður og viðhald. Fasteignagjöld hækka hóflega í krónum og prósentum, með lækkun skatthlutfalls á íbúðarhúsnæði. Skuldahlutfall lækkar og eiginfjárhlutfall styrkist, sem eykur fjárhagslegt öryggi til lengri tíma. Fjárfestingargeta hefur styrkst á þessu kjörtímabili.
- Áætlaðar fjárfestingar fyrir árið 2026 eru um 1.300 m.kr. án framlaga frá ríkinu vegna hafnargerðar og ofanflóðavarna, þar af A-hluti 600 m.kr. og B-hluti 700 m.kr..
Fasteignaskattur og fasteignagjöld
Eins og öll árin á þessu kjörtímabili hafa fulltrúar sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að lækka álögur á íbúa sveitarfélagsins, stærsta málið hefur verið lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði. Þökkum við öðrum bæjarfulltrúum að hafa sest á vagninn með okkur í þessari vegferð.
Fasteignamat hefur hækkað um 81,4% frá 2022 til 2026.
Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar í 0,48% árið 2026; atvinnuhúsnæði er áfram 1,65%.
Ár
Fasteignaskattur (kr.)
2023
512.525.978
2024
567.270.645
2025
605.454.191
2026
649.098.169
Ár
Íbúðarhúsnæði
Atvinnuhúsnæði
2023
0,56%
1,65%
2024
0,53%
1,65%
2025
0,50%
1,65%
2026
0,48%
1,65%
Lykilatriði í þróun:
- Tekjur hafa vaxið stöðugt á þessu kjörtímabili, mest milli 2024?2025 (20,8%).
- Gjöld hækka hægar en tekjur eftir 2025, sem styrkir rekstrarstöðu.
- Fasteignaskattur hækkar í krónum talið en lækkar hlutfallslega miðað við tekjur.
- Fjárfestingar aukast 2026 með áherslu á hafnarframkvæmdir og íþróttamannvirki.
- Skuldahlutfall A og B hluta lækkar og verður 88,8%
- Veltufé frá rekstri verður 1326 millj.
Framtíðin er því björt hjá Ísafjarðarbæ næstu árin en ávallt þarf að gæta aðhalds í rekstri, rekstur á það til að bólgna út. Hærri rekstrargjöld draga úr framlegð og getur leitt til hallareksturs. Það veldur því að takmarkað svifrúm verður til fjárfestinga. Ég vona því að bæjarfulltrúar næsta kjörtímabils haldi áfram í þeirri vegferð sem þessi bæjarstjórn hefur verið á.
Að lokum vil ég þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir samstarfið, þeir hafa sest á vagninn með okkur í þessari vegferð. Mikilvægasta verkefnið á alltaf að vera að halda áætlun, undanfarin ár hefur það tekist og tekjur hafa einnig verið hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Þegar við vinnum svona þá lækkar skuldahlutfallið hratt íbúum öllum til heilla."
Kristján Þór Kristjánsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. B-lista Framsóknarflokks:
"Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og telur hana í heildina jákvæða. Sérstaklega fögnum við þeim áherslum sem styrkja Ísafjarðarbæ sem fjölskylduvænt sveitarfélag.
Við teljum afar mikilvægt að unnið sé markvisst að því að efla þjónustu við börn og fjölskyldur, og því styðjum við heilshugar ráðningu kennsluráðgjafa sem mun auka þjónstu við grunnskólanemendur. Framsókn telur mikilvægt að til framtíðar fái skólasvið frá leikskóla og uppúr enn frekari stuðning og ætti sveitarfélagið að leitast við að ná árangri í öllum þeim árangursmælingum sem hægt er að taka þátt í á landsvísu. Hvort sem um er að ræða námsárangur, líðan nemenda, forvarnir o.s.fr.
Þá lítum við jákvæðum augum á fjárfestingar í íþróttamannvirki, svo sem á knattspyrnusvæði og skíðasvæði, sem eru lykilþættir í öflugu íþrótta- og tómstundalífi bæjarins.
Frístundastyrkurinn, sem var komið á vegna áherslu Framsóknarflokksins, er hvatning fyrir fjölskyldur og gleðilegt er að hann nær á árinu 2026 niður til barna í fyrsta bekk. Þetta er mikilvægt skref í að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku í íþróttum og tómstundum.
Á kjörtímabilinu hefur góð samvinna og skýr markmið skilað því að skuldir sveitarfélagsins hafa lækkað verulega. Þar spila einnig stórt hlutverk sala á eignum. Þetta mun styrkja stöðu bæjarsjóðs og skapa aukið svigrúm til fjárfestinga og uppbyggingar í framtíðinni.
Þrátt fyrir jákvæða þróun vilja við þó benda á að áfram er áhyggjuefni hversu rekstrarkostnaður hefur hækkað um tæpar 700 milljónir króna umfram tekjur á síðustu þremur árum. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið haldi áfram að huga að rekstrarlegri sjálfbærni og að dregið verði úr kostnaðaraukningar með markvissum hætti.
Að teknu heildarmati er fjárhagsáætlunin skref í rétta átt, með áherslum sem Framsóknarflokkurinn styður og telur mikilvægar fyrir framtíð Ísafjarðarbæjar."
Gylfi Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. Í-lista:
"Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2026 endurspeglar áframhaldandi góða fjárhagsstjórn, batnandi fjárhag og bjarta framtíð hér fyrir vestan.
Rekstarniðurstaðan verður jákvæð um 274 milljónir króna í A-hluta og í samstæðunni allri er afgangurinn um 580 milljónir króna, og munar þar um hafnasjóð.
Skuldahlutfall A-hluta mun í fyrsta sinn í sögu sveitarfélagsins fara niður fyrir 100%. Frá því í upphafi kjörtímabils hafa fjármagnsgjöld lækkað um 150 m.kr. á ári. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar nú niður í 0,48%, en var 0,56% í upphafi kjörtímabils. Metnaðarfull fjármálamarkmið frá því í upphafi kjörtímabilsins eru flest á áætlun eða nást að fullu.
Framkvæmdir og fjárfestingar nema tæpum 2 milljörðum króna á komandi ári, í slökkvistöð, ofanflóðavörnum, fráveitu, knattspyrnuvelli, skíðasvæði og sundlaugum. Frístundastyrkur er hækkaður um helming, framlög í viðhald hækkuð um tugi milljóna, auk þess sem þjónusta á bæði velferðarsviði og skóla- og tómstundasviði verður efld enn frekar. Að lokum má reikna með að malbikunarlykt muni svífa um stræti og torg á næsta ári, enda verður unnið ötullega að endurbótum og lagningu gatna.
Samanlagt sýnir áætlunin metnaðarfulla og ábyrga framtíðarsýn þar sem þjónusta, uppbygging og traust fjármál haldast í hendur. Í-listinn þakkar fyrir gott samstarf við starfsfólk bæjarins og bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Við getum verið stolt af fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2026."
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Jóhann Birkir Helgason lagði fram eftirfarandi bókun f.h. D-lista Sjálfstæðisflokks:
"Nú tökum við fyrir til seinni umræðu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026.
Sveitarfélagið hefur góða fjárfestingargetu til að sinna nauðsynlegum verkefnum, þó að veltufjárhlutfall sé undir viðmiðum. Tekjur hækka stöðugt, en gjöld vaxa einnig, einkum launakostnaður og viðhald. Fasteignagjöld hækka hóflega í krónum og prósentum, með lækkun skatthlutfalls á íbúðarhúsnæði. Skuldahlutfall lækkar og eiginfjárhlutfall styrkist, sem eykur fjárhagslegt öryggi til lengri tíma. Fjárfestingargeta hefur styrkst á þessu kjörtímabili.
- Áætlaðar fjárfestingar fyrir árið 2026 eru um 1.300 m.kr. án framlaga frá ríkinu vegna hafnargerðar og ofanflóðavarna, þar af A-hluti 600 m.kr. og B-hluti 700 m.kr..
Fasteignaskattur og fasteignagjöld
Eins og öll árin á þessu kjörtímabili hafa fulltrúar sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að lækka álögur á íbúa sveitarfélagsins, stærsta málið hefur verið lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði. Þökkum við öðrum bæjarfulltrúum að hafa sest á vagninn með okkur í þessari vegferð.
Fasteignamat hefur hækkað um 81,4% frá 2022 til 2026.
Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar í 0,48% árið 2026; atvinnuhúsnæði er áfram 1,65%.
Ár
Fasteignaskattur (kr.)
2023
512.525.978
2024
567.270.645
2025
605.454.191
2026
649.098.169
Ár
Íbúðarhúsnæði
Atvinnuhúsnæði
2023
0,56%
1,65%
2024
0,53%
1,65%
2025
0,50%
1,65%
2026
0,48%
1,65%
Lykilatriði í þróun:
- Tekjur hafa vaxið stöðugt á þessu kjörtímabili, mest milli 2024?2025 (20,8%).
- Gjöld hækka hægar en tekjur eftir 2025, sem styrkir rekstrarstöðu.
- Fasteignaskattur hækkar í krónum talið en lækkar hlutfallslega miðað við tekjur.
- Fjárfestingar aukast 2026 með áherslu á hafnarframkvæmdir og íþróttamannvirki.
- Skuldahlutfall A og B hluta lækkar og verður 88,8%
- Veltufé frá rekstri verður 1326 millj.
Framtíðin er því björt hjá Ísafjarðarbæ næstu árin en ávallt þarf að gæta aðhalds í rekstri, rekstur á það til að bólgna út. Hærri rekstrargjöld draga úr framlegð og getur leitt til hallareksturs. Það veldur því að takmarkað svifrúm verður til fjárfestinga. Ég vona því að bæjarfulltrúar næsta kjörtímabils haldi áfram í þeirri vegferð sem þessi bæjarstjórn hefur verið á.
Að lokum vil ég þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir samstarfið, þeir hafa sest á vagninn með okkur í þessari vegferð. Mikilvægasta verkefnið á alltaf að vera að halda áætlun, undanfarin ár hefur það tekist og tekjur hafa einnig verið hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Þegar við vinnum svona þá lækkar skuldahlutfallið hratt íbúum öllum til heilla."
Kristján Þór Kristjánsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. B-lista Framsóknarflokks:
"Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og telur hana í heildina jákvæða. Sérstaklega fögnum við þeim áherslum sem styrkja Ísafjarðarbæ sem fjölskylduvænt sveitarfélag.
Við teljum afar mikilvægt að unnið sé markvisst að því að efla þjónustu við börn og fjölskyldur, og því styðjum við heilshugar ráðningu kennsluráðgjafa sem mun auka þjónstu við grunnskólanemendur. Framsókn telur mikilvægt að til framtíðar fái skólasvið frá leikskóla og uppúr enn frekari stuðning og ætti sveitarfélagið að leitast við að ná árangri í öllum þeim árangursmælingum sem hægt er að taka þátt í á landsvísu. Hvort sem um er að ræða námsárangur, líðan nemenda, forvarnir o.s.fr.
Þá lítum við jákvæðum augum á fjárfestingar í íþróttamannvirki, svo sem á knattspyrnusvæði og skíðasvæði, sem eru lykilþættir í öflugu íþrótta- og tómstundalífi bæjarins.
Frístundastyrkurinn, sem var komið á vegna áherslu Framsóknarflokksins, er hvatning fyrir fjölskyldur og gleðilegt er að hann nær á árinu 2026 niður til barna í fyrsta bekk. Þetta er mikilvægt skref í að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku í íþróttum og tómstundum.
Á kjörtímabilinu hefur góð samvinna og skýr markmið skilað því að skuldir sveitarfélagsins hafa lækkað verulega. Þar spila einnig stórt hlutverk sala á eignum. Þetta mun styrkja stöðu bæjarsjóðs og skapa aukið svigrúm til fjárfestinga og uppbyggingar í framtíðinni.
Þrátt fyrir jákvæða þróun vilja við þó benda á að áfram er áhyggjuefni hversu rekstrarkostnaður hefur hækkað um tæpar 700 milljónir króna umfram tekjur á síðustu þremur árum. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið haldi áfram að huga að rekstrarlegri sjálfbærni og að dregið verði úr kostnaðaraukningar með markvissum hætti.
Að teknu heildarmati er fjárhagsáætlunin skref í rétta átt, með áherslum sem Framsóknarflokkurinn styður og telur mikilvægar fyrir framtíð Ísafjarðarbæjar."
Gylfi Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. Í-lista:
"Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2026 endurspeglar áframhaldandi góða fjárhagsstjórn, batnandi fjárhag og bjarta framtíð hér fyrir vestan.
Rekstarniðurstaðan verður jákvæð um 274 milljónir króna í A-hluta og í samstæðunni allri er afgangurinn um 580 milljónir króna, og munar þar um hafnasjóð.
Skuldahlutfall A-hluta mun í fyrsta sinn í sögu sveitarfélagsins fara niður fyrir 100%. Frá því í upphafi kjörtímabils hafa fjármagnsgjöld lækkað um 150 m.kr. á ári. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar nú niður í 0,48%, en var 0,56% í upphafi kjörtímabils. Metnaðarfull fjármálamarkmið frá því í upphafi kjörtímabilsins eru flest á áætlun eða nást að fullu.
Framkvæmdir og fjárfestingar nema tæpum 2 milljörðum króna á komandi ári, í slökkvistöð, ofanflóðavörnum, fráveitu, knattspyrnuvelli, skíðasvæði og sundlaugum. Frístundastyrkur er hækkaður um helming, framlög í viðhald hækkuð um tugi milljóna, auk þess sem þjónusta á bæði velferðarsviði og skóla- og tómstundasviði verður efld enn frekar. Að lokum má reikna með að malbikunarlykt muni svífa um stræti og torg á næsta ári, enda verður unnið ötullega að endurbótum og lagningu gatna.
Samanlagt sýnir áætlunin metnaðarfulla og ábyrga framtíðarsýn þar sem þjónusta, uppbygging og traust fjármál haldast í hendur. Í-listinn þakkar fyrir gott samstarf við starfsfólk bæjarins og bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Við getum verið stolt af fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2026."
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
10.Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028
Forseti leggur fram til samþykktar og síðari umræðu tillögu að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2026-2036.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
11.Þjónustustefna 2026-2029 - 2022110084
Forseti leggur fram til síðari umræðu og samþykktar Þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar 2026-2029.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
12.Endurskoðun 2025-2027 - 2025090060
Tillaga frá 1348. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykkja endurnýjun á samningi við KPMG um endurskoðun Ísafjarðarbæjar vegna rekstraráranna 2025-2027, að fjárhæð 4.890.000 árlega, auk virðisaukaskatts.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
13.Sjúkraflutningar endurnýjun samnings 2025 - 2025070057
Tillaga frá 1346. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 3. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykkja endurnýjun samnings um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
14.Endurnýjun samning vegna leigu á rými fyrir aðgerðastjórn - 2025100189
Tillaga frá 1346. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 3. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykkja endurnýjun samnings vegna leigu á rými Ísafjarðarbæjar fyrir aðgerðarstjórn almannavarna.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
15.Tímabundinn leigusamningur slökkviliðs í Guðmundarbúð - 2025100190
Tillaga frá 1346. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki tímabundinn leigusamning slökkviliðs í Guðmundarbúð.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
16.Deiliskipulag Eyrarkláfur nýtt - 2025100175
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að leiðrétta bersýnilega villu í fyrri ákvörðun sinni, sem tekin var á 560. fundi bæjarstjórnar, þann 30. október 2025, og heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en rétt tillaga er dags. 16. september 2025, ásamt uppdrætti dags. 8. september 2025 og fylgir máli þessu.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
17.Hvítisandur. Ósk um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð - 2025110057
Tillaga frá 1348. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki bókun 662. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 12. nóvember 2025, um að gera ekki athugasemd við að ráðherra veiti undanþágu í samræmi við erindi Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð, þar sem kveðið er á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 metrar.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Jóhann Birkir Helgason.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
18.Oddavegur 5, Flateyri. Lóðarleigusamningur vegna sölu - 2023100004
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir mannvirkin við Oddaveg 5 á Flateyri í samræmi við mæliblað þar sem að helstu niðurstöður sýna að mengun mælist undir hámarksgildum atvinnusvæðis í báðum sýnum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
19.Seljalandsvegur 8, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025100194
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Seljalandsveg 8 á Ísafirði í samræmi við mæliblað tæknideildar.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
20.Hnífsdalsvegur 27, Ísafirði. Lóðarleigusamningur - 2025060066
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hnífsdalsveg 27 á Ísafirði í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
21.Heiðarbraut 6, Hnífsdal. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025100153
Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Heiðarbraut 6 í Hnífsdal í samræmi við mæliblað tæknideildar.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
22.Samningur Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar 2025-2028 - 2025110006
Tillaga frá 32. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun samnings Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar vegna áranna 2025-2029.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Gylfi Ólafsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Gylfi Ólafsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
23.Bæjarráð - 1346 - 2510028F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1346. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 19 liðum.
Fundargerðin er í 19 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
24.Bæjarráð - 1347 - 2511005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1346. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 10. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
25.Bæjarráð - 1348 - 2511009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1347. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 12 liðum.
Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
26.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 8 - 2506002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldinn var 3. júní 2025.
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
27.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 9 - 2506019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldin var 25. júní 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
28.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 10 - 2507008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða en fundur var haldinn þann 9. júlí 2025.
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
29.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 11 - 2510023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða en fundur var haldinn 29. október 2025
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
30.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 8 - 2510025F
Lögð fram til kynningar 8. fundargerð nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
31.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 - 2511002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 662. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
32.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 32 - 2510026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Gylfi Ólafsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
33.Velferðarnefnd - 494 - 2510029F
Lögð fram til kynningar fundargerð 494. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:17.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Forseti bar tillögurnar upp til atkvæða í einu lagi.
Samþykkt 9-0.