Bæjarstjórn - 295. fundur - 28. apríl 2011

Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína Elíasdóttir í h. st. Marsellíus Sveinbjörnsson. Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Benedikt Bjarnason.

 

I. Minnisblað bæjarstjóra Málefni Edinborgarhússins ehf., Ísafirði
II. Tillaga frá 697. fundi bæjarráðs Erindi HSV, Unglingalandsmót 2013 eða 2014
III. Tillaga frá 697. fundi bæjarráðs Ráðning sviðsstjóra á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar
IV. Tillaga frá forseta Ráðning sviðsstjóra á skóla- og tómstundasviði       Ísafjarðarbæjar
V. Tillaga frá forseta Erindi Fiskistofu, umsögn um  rekstrarleyfi til þorskeldis í Önundarfirði
VI. Tillaga frá forseta Umsögn til frumvarps til nýrra sveitarstjórnarlaga
VII. Tillaga frá 308. fundi fræðslunefndar Námsferð starfsmanna Eyrarskjóls
VIII. Tillaga frá 308. fundi fræðslunefndar Gjaldskrá vegna útleigu á skólahúsnæði
IX. Tillaga frá 122. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Breyttar reglur um val íþróttamanns Ísafjarðarbæjar
X. Tillaga frá 122. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Erindi HSV afnot af íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.
XI. Tillaga frá 350. fundi umhverfisnefndar Leyfi til rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni við Vestfirði
XII. Tillaga frá 350. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag í Seljalandshverfi, Ísafirði
XIII. Fundargerð(ir) bæjarráðs 11/4., 18/4. og 26/4
XIV. " félagsmálanefndar 13/4
XV. " fræðslunefndar 12/4
XVI. " íþrótta- og tómstundanefndar 13/4
XVII. " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 12/4
XVIII. " umhverfisnefndar 20/4
XIX.

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010

fyrri umræða

 

 

I.          Minnisblað bæjarstjóra. - Málefni Edinborgarhússins ehf., Ísafirði.

            2010-05-0004.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

            Lagt fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar minnisblað frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, er varðar fjármál Edinborgarhússins ehf., Ísafirði og aðkomu Ísafjarðarbæjar að því máli.

            Sigurður Pétursson lagði fram tillögu um að þessum lið dagskrár verði vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

            Tillaga Sigurðar Péturssonar samþykkt 8-0.

 

II.      Tillaga frá 697. fundi bæjarráðs. - Erindi HSV, Unglingalandsmót 2013

            eða 2014.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.  

 

1.         Fulltrúi HSV kynnir umsókn um Unglingalandsmót 2013 - 2014. 2011-02-0008.

            Á fund bæjarráðs mætti Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga, til að kynna bæjarráði hugsanlega umsókn HSV, um að halda Unglingalandsmót 2013 eða 2014 á Ísafirði. Jafnframt sat Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, fund bæjarráðs.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær styðji umsókn HSV um að halda Unglingalandsmót 2013 eða 2014 á Ísafirði.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

III. og IV.  

Gísla H. Halldórsson, forseti, hóf umræðu utan dagskrár um dagskrá og fundarsköp þar sem III. og IV. liður dagskrár voru ræddir sérstaklega. 2011-04-0092 og 2011-04-0100.

 

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson, Benedikt Bjarnason og Arna Lára Jónsdóttir.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram þá tillögu varðandi III. og IV. lið dagskrár, að þeim liðum yrði vísað til aukafundar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

 

 V.        Tillaga frá forseta. - Erindi Fiskistofu, umsögn um rekstrarleyfi til

            þorskeldis í Önundarfirði.   

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.

 

 Bæjarráð 698. fundur 3. liður. Bréf Fiskistofu. - Beiðni um umsögn á umsókn um rekstrarleyfi til þorskeldis í Önundarfirði.  2011-04-0084.

            Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 15. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Gísla Jóns Kristjánssonar um rekstrarleyfi til eldis á þorski í Önundarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er innan við 200 tonn á ári.

            Bæjarráð óskar eftir umsögn frá bæjartæknifræðingi, umsögn sem send verði út með gögnum fyrir bæjarstjórnarfund þann 28. apríl n.k. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar þann 28. apríl n.k.

Tillaga forseta.

            Bæjarstjórn Ísafjarðar gerir eftirfarandi athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til Gísla Jóns Kristjánssonar til 200 tonna eldis á þorski í Önundarfirði:

            Þess verði gætt að staðsetning eldiskvía taki mið af hefðbundinni nýtingu fjarðarins, siglingaleiðum um hann og áður útgefnum leyfum til kræklingaeldis. Auk þess óskar bæjarstjórn eftir að leyfið verði tímabundið í 4-5 ár, þar sem fyrir liggur að gerð verði nýtingaráætlun fyrir svæðið á næstu árum.

            Bæjarstjórn vill jafnframt árétta að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

            Sveitarfélög á Vestfjörðum, undir forystu Fjórðungssambands Vestfirðinga, vinna nú að því að nýtingaráætlun fyrir strandsvæði á Vestfjörðum verði hluti af væntanlegu svæðisskipulagi Vestfjarða. Fyrsta skrefið í þessari vegferð er gerð nýtingaráætlunar fyrir Arnarfjörð og er sú vinna þegar hafin.

            Af þessum sökum óskar bæjarstjórn svara við því hvort hjá Fiskistofu hafi verið unnin skipulagsáætlun um framtíðarmöguleika í staðsetningu fiskeldis við strendur landsins.

            Tillaga forseta samþykkt 8-0.

 

VI.       Tillaga frá forseta. - Umsögn um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Bæjarráð 698. fundur 4. liður. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Umsögn um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. 2011-02-0095.

            Lagt fram í bæjarstjórn minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, um málið, þar sem tillaga er um, að bæjarstjórn feli bæjarráði að ganga frá umsögn Ísafjarðarbæjar.

            Tillaga bæjarstjóra um vísan dagskrárliðar til bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

 VII.     Tillaga frá 308. fundi fræðslunefndar. - Námsferð starfsmanna Eyrarskjóls.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

 1.        Námsferð starfsmanna Eyrarskjóls. Málsnr. 2011-04-0024

             Lagt fram bréf frá Nanný Örnu Guðmundsdóttir, leikskjólastjóra, fyrir hönd starfsmanna á Eyrarskjóli. Þar er óskað eftir heimild til að halda úti skertri þjónustu í tvo daga á meðan starfsmenn eru í námsferð í Svíþjóð. Á meðan á ferðinni stendur verður hægt að bjóða upp á pláss fyrir 25 börn. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við þessari beiðni.

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við afgreiðslu þessa liðar. 

            ,,Bæjarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar, þar sem farið er fram á skerta þjónustu í tvo daga á meðan að starfsmenn eru í námsferð í Svíþjóð.“

       Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

VIII.    Tillaga frá 308. fundi fræðslunefndar. - Gjaldskrá vegna útleigu á

            skólahúsnæði.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Benedikt Bjarnason.

 

8.         Gjaldskrá vegna útleigu skólahúsnæðis. Málsnr. 2011-03-0012

            Lagðar fram tillögur um leiguverð á skólahúsnæði og tækjum í grunnskólum sveitarfélagsins.  Fræðslunefnd samþykkir framkomnar tillögur og leggur til að þær verði samþykktar af bæjarstjórn.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu að viðauka við tillögu fræðslunefndar.

            ,,Bæjarstjórnbendir á að ekki verði farið í samkeppni við aðila sem bjóða upp á svipaða þjónustu sérstaklega er kemur að útleigu á skólahúsnæði fyrir gistingu.“

            Bæjarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar með viðaukatexta bæjarstjóra 9-0.

 

IX.       Tillaga frá 122. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. - Breyttar reglur um

            val íþróttamanns Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.  

 

1.    Tillaga að breytingum á reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar.

       2009-11-0015.

            Lögð fram drög að breytingum á reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar, þar sem gert er ráð fyrir að tillögum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar sé skilað til HSV. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingatillagan verði samþykkt.

             Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.

 

X.      Tillaga frá 122. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. - Erindi HSV um afnot

            af íbúðum hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

3.    Afnot af íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., ósk frá HSV. 2011-04-0046.

            Lagt fram bréf frá HSV dagsett 8. apríl 2011, þar sem óskað er eftir afnotum af fleiri íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., en gert er ráð fyrir í samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og HSV.  Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið svo framalega að íbúðir séu fyrir hendi og ekki komi til auka kostnaður fyrir Ísafjarðarbæ.

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við afgreiðslu þessa liðar.  

            ,,Bæjarstjórn samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar, en bendir á að FastÍs þurfi að ákveða hvort að þeir vilji og geti ráðist í endurbætur á tómum íbúðum fyrir útleigu af þessu tagi.“

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

XI.       Tillaga frá forseta. - Leyfi til rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni við       Vestfirði.

            Til máls tók:  Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Umhverfisnefnd 350. fundur 6. liður. - 2011-04-0002 - Rannsókn á kalkþörungaseti á hafsbotni við Vestfirði.

            Lagt fram bréf dags. 31. mars sl. frá Orkustofnun, þar sem óskað er umsagnar á erindi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., á breytingu á núgildandi leyfi fyrirtækisins til rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Dýrafirði frá 8. febrúar 2010 og ósk um leyfi til leitar og rannsóknar á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að Jökulfjörðum meðtöldum.

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir þessum lið dagskrár.

            ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt til rannsókna. Bæjarstjórn bendir á að innan netalaga þurfi leyfi landeigenda fyrir rannsókn.“

            Tillaga forseta samþykkt 8-0.

 

XII.     Tillaga frá 350. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag í Seljalandshverfi,

            Ísafirði.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

21.       Deiliskipulag í Seljalandshverfi, Ísafirði. 2011-02-0027.

            Á fundi umhverfisnefndar 2. mars sl., var tekið fyrir deiliskipulag í Seljalandshverfi á Ísafirði, eftir að auglýsinga og athugasemdarfresti vegna skipulagsins var lokið.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt með vísan í greinargerð frá Teiknistofunni Eik.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

XIII.    Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson, Benedikt Bjarnason, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Marsellíus Sveinbjörnsson.   

 

Fundargerðin 11/4.  696. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundagerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 18/4.  697. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 26/4.  698. liður.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.    Félagsmálanefnd.

Fundargerðin 13/4.   355. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XV.     Fræðslunefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Benedikt Bjarnason og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Fundargerðin 12/4.  308. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVI.    Íþrótta- og tómstundanefnd.

Fundargerðin 13/4.  122. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVII.  Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Fundargerðin 12/4.  4. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 XVIII. Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson, Lína Björg Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Benedikt Bjarnason.

 

Fundargerðin 20/4.  350. fundur.

Fundargerðin er í tuttugu og þremur liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XIX.    Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010,

            fyrri umræða.

             Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.  

 

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði bæjarstjórn grein fyrir ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2010.

            Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja  fyrir árið 2010, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að ársreikningnum yrði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á næsta reglulega fundi.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 20:25.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                       

Kristín Hálfdánsdóttir.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                       

Marsellíus Sveinbjörnsson.

Sigurður Pétursson.                                                                

Arna Lára Jónsdóttir.

Benedikt Bjarnason.                                                              

Lína Björg Tryggvadóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?