Fræðslunefnd - 308. fundur - 12. apríl 2011

Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir formaður, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Jónas Birgisson boðaði forföll og enginn varamaður fyrir hann.  Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.   

Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.

 

Leikskólamál.

Mættir áheyrnarfulltrúar: Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra boðaði forföll.

 

1.      Námsferð starfsmanna Eyrarskjóls. Málsnr. 2011-04-0024

Lagt fram bréf frá Nanný Örnu Guðmundsdóttir, leikskjólastjóra, fyrir hönd starfsmanna á Eyrarskjóli. Þar er óskað eftir heimild til að halda úti skertri þjónustu í tvo daga á meðan starfsmenn eru í námsferð í Svíþjóð. Á meðan á ferðinni stendur verður hægt að bjóða upp á pláss fyrir 25 börn.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við þessari beiðni.

 

Leik- og grunnskólamál

Mættir áheyrnarfulltrúar: Elvar Reynisson og Ólöf Oddsdóttir, fulltrúar kennara, Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra og Martha Lilja Olsen, fulltrúi foreldra.

 

2.         Dagur umhverfissins 2011. Málsnr. 2011-03-0101

Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 14. mars 2011, þar sem  tilkynnt er að dagur umhverfisins verði haldinn þann 25. apríl nk. Félög, skólar og sveitarfélög eru hvött til að taka virkan þátt í degi umhverfisins t.d. með uppákomum eða fræðslu um skóga eða önnur umhverfismál.

 

3.         Bréf frá umboðsmanni barna. Málsnr. 2011-04-0040

Lagt fram tölvubréf frá Umboðsmanni barna, dagsett 21. mars 2011 þar sem hann lýsir yfir áhyggjum af niðurskurði í skólamálum og hvetur sveitarfélög til að huga að hag barnanna.

 

4.         Skólastefna Ísafjarðarbæjar. Málsnr. 2011-02-0017.

Lögð fram fyrstu drög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Fjallað um stefnuna og felur fræðslunefnd starfsmönnum að gera breytingar í samræmi við umfjöllunina. Næstu skref eru að fá athugasemdir á stefnuna frá skólafólki og almenningi. Stefnan verður sett á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og óskað eftir athugasemdum.  Jafnframt verður stefnan send öllum skólum Ísafjarðarbæjar til umfjöllunar og óskað eftir athugasemdum frá þeim fyrir 4. maí næstkomandi.

 

Grunnskólamál.

 

5.         Skólaakstur – almenningssamgöngur. Málsnr. 2011-03-0098

Lögð fram tímatafla er varðar almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði. Jafnframt lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa, þar sem bent er á að bæta þurfi ferðum við til að koma til móts við mislangan skóladag grunnskólanema. 

Fræðslunefnd felur starfsmanni að koma ábendingum varðandi tímatöfluna til tæknideildar. 

Jafnframt lagt fram bréf dags 22. mars 2011 til bæjarráðs frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs, þar sem bent er á mögulega samnýtingu almenningssamgangna og skólaaksturs. 

Fræðslunefnd telur að með því að leggja niður ferðir á milli byggðakjarna um miðjan dag þá verði ekki lengur hægt að nýta þá valgreinakennslu, sem verið hefur í boði við Menntaskólann á Ísafirði alla miðvikudaga.

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:  ,,Ég mótmæli þeirri vanvirðu sem íbúum í hinum dreifðari byggðum sveitarfélagsins er sýnd með því að henda þeim til og frá eins og hverjum öðrum pökkum, á leið sinni með áætlunarbílnum til Ísafjarðar.  Takmörk eru fyrir því, hvað hægt er að bjóða fólki að ferðast langa vegalengd á leið sinni til vinnu eða skóla, við misjöfn veðurskilyrði.  Einnig vil ég leggja áherslu á að skerðing þjónustu áætlanabifreiða rýrir verulega búsetuskilyrði innan Ísafjarðarbæjar.“

 

6.         Breytingar á skóladagatali GÖ.  Málsnr. 2011-04-0035

Lagt fram bréf frá Skarphéðni Ólafssyni, skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar, þar sem hann segir frá breytingu á skóladagatali.

Nefndin óskar eftir nánari útskýringum á tilfærslu frágangsdaga og skólaslita.

 

7.         Sjálfsmatsskýrslur GÍ, GS og GÞ. Málsnr. 2010-12-0015

Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur GÍ, GS og GÞ.  Fræðslunefnd þakkar góðar skýrslur.

 

8.         Gjaldskrá vegna útleigu skólahúsnæðis. Málsnr. 2011-03-0012

Lagðar fram tillögur um leiguverð á skólahúsnæði og tækjum í grunnskólum sveitarfélagsins.  Fræðslunefnd samþykkir framkomnar tillögur.

 

9.         Trúnaðarmál.

Lögð fram tvö trúnaðarmál sem færð voru til bókar og eru varðveitt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20

 

 

Margrét Halldórsdóttir, formaður.

Jónas Birgisson.             

Auður Ólafsdóttir.

Helga Dóra Kristjánsdóttir.                                       

Jóna Benediktsdóttir.

Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.              

Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.  

Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?