Börn: Íþróttir og tómstundir
Hér má finna yfirlit yfir íþróttir og tómstundir í boði fyrir börn og ungmenni í Ísafjarðarbæ. Síðan er uppfærð reglulega.
Ábendingar um námskeið má senda á postur@isafjordur.is.
Íþróttir
Flest íþróttafélög á svæðinu starfa undir merkjum Héraðssambands Vestfjarða, HSV. Æfingatöflur eru hér fyrir neðan en allar nánari upplýsingar um skráningu og starfið má finna á vef sambandsins, www.hsv.is.
Æfingatöflur HSV 2022-2023
Blak
Handbolti
Íþróttaskóli
Knattspyrna
Vor/haust
Vetur
Körfubolti
Skotís
Listnám
Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar – hljóðfæra- og söngkennsla
Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar býður upp á kennslu á píanó, gítar og í söng.
Hægt er að innrita sig með því að senda tölvupóst á listaskoli@edinborg.is eða hringja í síma 864-2998.
Tónlistarskóli Ísafjarðar – tónlistarnám
Við Tónlistarskólann á Ísafirði er kennt á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, gítar, bassagítar, fiðlu, selló, harmonikku, blokkflautu, þverflautu, saxófón, trompet, kornett, tenórhorn, horn, klarinettu, básúnu og slagverk. Forskóli og tónasmiðja eru fyrir yngstu nemendurna og skipulagt kórastarf fyrir börn á öllum aldri. Einnig er boðið upp á nám í raftónlist og margvíslegt hljómsveitastarf.
Styrkir til tómstundastarfs
Ekki er boðið upp á hefðbundna frístundastyrki hjá Ísafjarðarbæ, þess í stað er sveitarfélagið í samstarfi við HSV um að starfrækja íþróttaskóla fyrir börn í 1.-4. bekk þar sem þeim er boðið upp á fjölbreytt starf í samfellu við skóladag nemenda.
Sérstakir akstursstyrkir eru í boði fyrir fjölskyldur barna og unglinga í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði sem þurfa að fara langan veg til að stunda viðurkennt íþrótta- eða tómstundastarf.