Útilistaverk og minnisvarðar

Fjölmörg útilistaverk og minnisvarða má finna víðs vegar um Ísafjarðarbæ. Hér eru helstu upplýsingar um hvert verk listaðar. Ef lesendur eru með ábendingar eða frekari upplýsingar má senda þær á postur@isafjordur.is

Dýrafjörður

Minnisvarði um sjóslys á Dýrafirði

Varði til minningar um Dýrfirðingana þrjá sem fórust þann 10. október árið 1899 við tilraun Hannesar Hafstein, sýslumanns, til uppgöngu í landhelgisbrjótinn Royalist frá Hull.

Afkomendur þeirra sem létust létu reisa minnisvarðann.

Afhjúpun: 1999

Höfundur: Jón Sigurpálsson

Þingeyri

Lífsæðar

Við sundlaug og íþróttamiðstöð Þingeyrar stendur listaverkið Lífsæðar eftir Sverri Ólafsson.

Flateyri

Minnisvarði um fórnarlömb snjóflóðsins

Minningarsteinn um þau er fórust í snjóflóðinu sem féll á Flateyri þann 26. október 1995.

Minningarsjóður Flateyrar hafði veg og vanda að uppsetningu minnisvarðans.

Afhjúpun: 1996

Ísafjörður

Fýkur yfir hæðir

Reykjavíkurborg gaf Ísfirðingum verkið á 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar.

Afhjúpun: 1966

Höfundur: Ásmundur Sveinsson

Harpa hafsins

Minnisvarði um upphaf vélvæðingar bátaútgerðar á Íslandi. Reist að frumkvæði Sögufélags Ísfirðinga, í samráði við afkomendur frumherja vélvæddrar bátaútgerðar.

Afhjúpun: 2004

Höfundur: Svanhildur Sigurðardóttir

 

Kuml

Minnisvarði um Ragnar H. Ragnar, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar. Frumkvæði að verkinu höfðu Pétur Kr. Hafstein, Jón Páll Halldórsson og Kristján Haraldsson.

Afhjúpun: 1988

Höfundur: Jón Sigurpálsson

 

Martinus Simson

Eftir ljósmyndarann, fjöllistamanninn og landgræðslumanninn Martinus Simson liggja fimm útilistaverk í Skutulsfirði; tvær styttur fyrir framan Sundhöll Ísafjarðar og þrjú verk í Simsongarði í Tungudal.

Minnisvarði ísfirskra sjómanna

Minnisvarði ísfirskra sjómanna var reist með aðkomu bæjaryfirvalda og Sjómannafélags Ísfirðinga. 

Styttan var endurgerð árið 2004 og var verkið kostað af Landsbankanum í tilefni 100 ára afmælis útibús bankans á Ísafirði.

Afhjúpun: 1974

Höfundur: Ragnar Kjartansson

Minnisvarði um Hannes Hafstein

Minnisvarði um fyrsta ráðherra Íslands, Hannes Hafstein, var afhjúpaður af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra, þann 19. janúar 2004 og var tilefnið að 100 ár voru liðin frá því að Íslendingar fengu heimastjórn.

Minnisvarðinn er staðsettur við Fischershús, Mánagötu 1, Ísafirði, þar sem Hannes bjó árin sem hann var sýslumaður á Ísafirði, 1896-1904.

Afhjúpun: 2004

Minnisvarði um fallna sjómenn

Minnisvarði um liðlega 200 sjó­menn sem fór­ust þegar skipalest lenti í tund­ur­dufla­belti und­an Straum­nesi 5. júlí 1942.

Minnisvarðinn er staðsettur í Neðstakaupstað.

Afhjúpun: 2005

Úr álögum

Sr. Jón Auðuns, fyrrum dómprófastur í Reykjavík, ánafnaði Ísfirðingum verkið í erfðaskrá sinni, til minningar um foreldra sína sem ættuð voru frá Ísafirði og úr Ísafjarðardjúpi.

Afhjúpun: 2000

Höfundur: Einar Jónsson