Áhugaverðir staðir

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.

Náttúruperlur innan marka Ísafjarðarbæjar eru of margar til að telja upp svo vel sé, en helst má nefna friðland Hornstranda og fossinn Dynjanda.

Var efnið á síðunni hjálplegt?