Söguskilti

Verkefni um uppsetningu söguskilta í Ísafjarðarbæ hefst á árinu 2023. Til að byrja með verða skiltin fimm talsins, staðsett á eyrinni á Ísafirði. Fleiri skilti munu bætast við á næstu árum, í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins.

Myndirnar á skiltunum eru úr safni Ljósmyndasafnsins Ísafirði og textinn er unninn af Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.