Leiklist og leikhús

Edinborgarhús

Í Ísafjarðarbæ er starfrækt eitt atvinnuleikhús, Kómedíuleikhúsið, og nokkur áhugaleikhús. Má þar nefna Litla leikklúbbinn á Ísafirði, leikfélag Menntaskólans á Ísafirði og leikfélag Höfrungs á Þingeyri. Áhugafélögin standa öll fyrir einni leiksýningu á ári, en Kómedíuleikhúsið hefur sett upp fjölda einleikja sem sýndir eru um allt land og heldur utan um einleikjahátíðina Act Alone sem haldin er í ágúst hvert ár á Suðureyri við Súgandafjörð.