Söfn

Turnhús

Ísafjarðarbær kemur að rekstri Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Safnið er í svokölluðu Turnhúsi í elstu húsaþyrpingu landsins. Önnur hús í þyrpingunni eru Tjöruhúsið þar sem rekinn er veitingastaður, Fakstorshús og Krambúð. Öll húsin eru í eigu Ísafjarðarbæjar, en þau tvö síðastnefndu eru leigð út til íbúa.

Gamla smiðjan á Þingeyri er nú rekin sem hluti Byggðasafnsins. Smiðjan er lifandi safn þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust áður fyrr.

Bærinn rekur einnig Safnahúsið, eða Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði. Húsið var byggt sem sjúkrahús en hýsir nú bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn.

Meðal annarra safna í bænum má nefna Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.

Allar upplýsingar um sýningar, opnunartíma, símanúmer og fleira má finna á vef hvers safns.

Byggðasafn Vestfjarða

Safnahúsið Ísafirði

Safn Jóns Sigurðssonar

Var efnið á síðunni hjálplegt?