Sorphirða, flokkun og förgun

sorp-og-endurvinnsla.jpg

Sorphirða og -förgun er einn mikilvægasti og viðamesti málaflokkurinn í rekstri hvers sveitarfélags. Landfræðilegar aðstæður gera urðun mjög erfiða svo leitað hefur verið eftir öðrum leiðum til að farga sorpi. Málaflokkurinn er í sífelldri þróun og miðar að því að minnka eins og kostur er það rusl sem þarf að urða, bæði vegna efnahags- og umhverfissjónarmiða.

Aðstoð vegna sorphirðu, sorpíláta og gjalda má fá með því að senda tölvupóst á sorphirda@isafjordur.is.

Sótt er um breytingar eða endurnýjun sorpíláta í þjónustugátt.

 

Flokkun á heimilum

Í Ísafjarðarbæ eru íbúar með tvær tunnur, eina fyrir heimilissorp og svo endurvinnslutunnu. Í tunnunni fyrir heimilissorp er hólf fyrir lífrænan úrgang. Í endurvinnslutunnunni eru tvö hólf; eitt fyrir pappír og annað fyrir plast og málma. Árið 2023 var flokkun breytt þannig að ekki er lengur heimilt að setja málma í plasthólfið heldur skal fara með þá í gáma á grenndarstöðvum eða í Funa. 

Kubbur dreifir tveimur rúllum af grænum pokum fyrir lífrænan eldhúsúrgang til íbúa á ári. Ef pokarnir klárast er hægt að sækja fleiri í íþróttamiðstöðvum á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri og í afgreiðslu bæjarskrifstofu í Stjórnsýsluhúsinu. Niðurbrjótanlegir innkaupapokar henta ekki til moltugerðar þar sem þeir brotna hægt niður.

Grenndargámar

Grenndargámar fyrir gler, málma og textíl eru staðsettir á eftirfarandi stöðum:

Nánar um grenndargáma.

Í byrjun hvers sumars er gámum fyrir garðúrgang komið fyrir í Hnífsdal og á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Móttökustöð og söfnunarstöðvar

Móttökustöðin Funi
Móttökustöðin Funi í Engidal er opin alla virka daga kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum kl. 12-16.

Söfnunarstöðvar

Íbúar á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri geta losað sig við umframmagn heimilissorps auk eðlilegs magns úrgangs frá tiltekt á söfnunarstöðvum eftir tímatöflu hér að neðan. Gjaldskylt er vegna framkvæmda, s.s. gler, múrbrot án járnabindingar og jarðvegur. Gámabílar koma á söfnunarstöðvarnar á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri samkvæmt eftirfarandi áætlun:

Gámabíll Flateyri
Þriðjudagur 15-16
Fimmtudagur 15-16 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 13-14

Gámabíll Suðureyri
Þriðjudagur 16:30-17:30
Fimmtudagur 16:30-17:30 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 14:30-15:30

Gámabíll Þingeyri
Þriðjudagur 13-14
Fimmtudagur 13-14 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 11-12


Á heimasíðu Kubbs, sem er verktaki Ísafjarðarbæjar, má finna helstu upplýsingar eins og sorphirðudagatal, opnunartíma á móttökustöðvum og verðskrá. Tilkynningar um röskun á sorphirðu eru settar inn á Facebook-síðu Ísafjarðarbæjar.

Heimasíða Kubbs

Sorphirðudagatal 2024

Gagnlegir tenglar

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs með innfelldum breytingum

Flokkun um jól

Gjaldskrá meðhöndlunar úrgangs 2024

Gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs eru innheimt með fasteignagjöldum og skiptast í fast gjald vegna reksturs grenndar- og söfnunarstöðva og breytilegt gjald eftir því hvaða sorpílát eru við húsnæðið. Við einbýlishús er algengast að vera með tvær tunnur, eina fyrir almennt sorp og lífúrgang, aðra fyrir pappa og plast. Sorpgjald fyrir slíka samsetningu eru samtals 79.000 kr.

Þann 1. september hækkar verðið fyrir ílát sem eru meira en 10 metra frá hirðubíl, svo kallað skrefagjald.

Söfnun, förgun, móttaka og flokkun sorps

   

Sorpgjöld á heimili – fast gjald

Rekstur grenndar- og söfnunarstöðva og annar fastur kostnaður

36.200 kr.

Rekstur grenndar- og söfnunarstöðva og annar fastur kostnaður sumarhús/takmörkuð ívera

18.100 kr.

Gjöld vegna sorpíláta

Ílát sem eru ≤ 10 m frá hirðubíl

Ílát sem eru > 10 m frá hirðubíl*

Sorpílát með innra hólfi

   

Blandaður úrgangur með innra hólfi fyrir lífrænan úrgang, 240 l

25.700 kr.

38.550 kr.

Pappír með innra hólfi fyrir plast, 240 l

17.100 kr.

26.650 kr.

Sorpílát fyrir blandaðan úrgang

   

Blandaður úrgangur, 120 l

23.400 kr.

35.100 kr.

Blandaður úrgangur, 240 l

33.500 kr.

50.250 kr.

Blandaður úrgangur, 660 l

92.000 kr.

138.000 kr.

Blandaður úrgangur, 1.100 l

153.200 kr.

229.800 kr.

Sorpílát fyrir lífúrgang

   

Lífúrgangur, 120 l

12.900 kr.

19.350 kr.

Lífúrgangur, 240 l

25.700 kr.

38.550 kr.

Sorpílát fyrir pappír

   

Pappír, 120 l

12.000 kr.

18.000 kr.

Pappír, 240 l

17.100 kr.

25.650 kr.

Pappír, 660 l

47.200 kr.

70.800 kr.

Pappír, 1.100 l

78.600 kr.

117.900 kr.

Sorpílát fyrir plast

   

Plast, 120 l

12.000 kr.

18.000 kr.

Plast, 240 l

17.100 kr.

25.650 kr.

Önnur gjöld

   

Kostnaður vegna breytinga á ílátum

 

4.000 kr.

Endurnýjunargjald tunnu 240 l með flutningi á staðfang

 

Samkvæmt gjaldskrá verktaka

Auka hirðing

 

7.300 kr.

Stærð íláta:

 

Móttöku og flokkunarstöðvar
Gjöld í endurvinnslustöð  
Blandaður/grófur úrgangur 40 kr./kg
Timbur 50 kr./kg

Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, spilliefni, raftæki og úrelt ökutæki Ekki þarf heldur að greiða móttökugjald fyrir garðaúrgang og óvirkan úrgang, t.d. múrbrot, gler og uppmokstur.

*Innheimt frá 1. september 2024.

Prentvæn útgáfa

Auglýst gjaldskrá

Endurnýjun og viðhald sorptunna

Kubbur leggur íbúum til sorpílát fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Sótt er um breytingar eða endurnýjun á ílátum í þjónustugátt.

Umsókn um skráningu eða breytingu á sorpílátum

Fjölbýli

Meirihluti eigenda þarf til að óska eftir breytingum á fjölda og tegund tunna í fjöleignarhúsum þar sem slíkar breytingar hafa áhrif á gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs íbúa hússins. Í smærra fjölbýli þar sem ekki er starfandi hússtjórn dugar þó tölvupóstur íbúa um að þeir séu sammála um breytingarnar.

Í lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 er fjallað um réttindi og skyldur eiganda fjöleignarhúsa. Sorpgeymslur eru almennt í sameign fjöleignarhúsa og bera eigendur allir óskipta ábyrgð á sameigninni sbr. 57. gr. laganna. Húsfélagið og eigendur bera ábyrgð á sameiginlegum kostnaði skv. ákvæðum 43. og 47. gr., og því ábyrgð á kostnaði sem hlýst af rangt flokkuðum úrgangi. Sannist að einn eigandi sé að valda húsfélaginu kostnaði með því að flokka ekki úrganginn getur húsfélagið endurkrafið hann um kostnaðinn skv. almennum reglum kröfuréttar.

Húsfélag getur einnig sett húsreglur sem ná til flokkunar á úrgangi sbr. 1. tl. C-liðar 41. gr. sbr. einnig 74. gr. laganna, einkum 1. tl. 3. mgr. Sannist það að einn eigandi fari ítrekað ekki eftir reglunum þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu eða dvöl hans í húsinu sbr. 1. mgr. 55. gr. laganna en gæta verður að því að veita eiganda tækifæri á að bæta sig sbr. 2. mgr. sömu greinar. Hægt er að fá álit kærunefndar húsamála skv. 80. gr. laganna um ágreining sameigenda um túlkun á lögunum og/eða fara með málið fyrir dómstóla sbr. 6. mgr. 80. gr. og fá endanlega niðurstöðu um álitaefnið.

Rekstraraðilar

Rekstraraðilar sem úrgangur fellur til hjá skulu sjálfir sjá um söfnun og meðferð á þeim úrgangi. Ísafjarðarbær ber ábyrgð á að söfnun úrgangs fari fram innan marka sveitarfélagsins og að sjá til þess að innviðir séu til staðar til að tryggja rétta meðhöndlun úrgangs. Rekstraraðilar hafa frjálsar hendur við samningagerð við einkaaðila um hirðu og flokkun úrgangs sem fellur til frá fyrirtækinu. Tekið er við flokkuðum úrgangi frá einkaaðilum á í móttökustöð í Engidal en aðilunum er frjálst að velja þær leiðir sem þeir kjósa fyrir endurvinnsluefni.