Lausar lóðir

Ísafjarðarbær auglýsir lausar lóðir þegar þær eru byggingarhæfar. Lóðirnar skiptast í íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, sumarhús og hesthús. Hér má sjá má uppdrætti, deiliskipulag, úthlutunarreglur og annað sem skiptir máli fyrir þá sem sækja um lóðir.


Bæjarstjórn hefur samþykkt tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda við þegar byggðar götur. Ákvæðið tekur til lóðaúthlutana á neðangreindum lóðum sem fara fram frá 1. janúar 2022 til og með 31. desember 2023.


Ísafjarðarbær nýtir sér skipulagssjá Skipulagsstofnunar þar sem sjá má hvaða deiliskipulög eru í gildi í sveitarfélaginu og hægt er að ná í uppdrætti og greinargerðir með einum smelli.


Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Umsóknareyðublöðin má einnig nálgast á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsi Hafnarstræti 1, Ísafirði, 2. hæð.

Vakin er athygli á reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun lóða.