Lausar lóðir

Ísafjarðarbær auglýsir lausar lóðir þegar þær eru byggingarhæfar. Lóðirnar skiptast í íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, sumarhús og hesthús. Hér má sjá má uppdrætti, deiliskipulag, úthlutunarreglur og annað sem skiptir máli fyrir þá sem sækja um lóðir.

Skipulagsuppdrættir, skilmálar, umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og upplýsingar eru aðgengileg á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.

Umsóknum skal skilað þar til gerðum eyðublöðum á heimasíðu bæjarins. Þeir sem ekki hafa tök á að nálgast umsóknareyðublöðin á Netinu geta nálgast þau á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsi Hafnarstræti 1, Ísafirði, 2. hæð og skilað umsóknum á sama stað.

Vakin er athygli á reglum Ísafjarðarbæjar  um úthlutun lóða.

Lóðir lausar til umsóknar má sjá hér til hægri. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnarstræti 1, Ísafirði.

Var efnið á síðunni hjálplegt?