Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa í Ísafjarðarbæ.
Umsóknir og eyðublöð
Flestar umsóknir vegna þjónustu sveitarfélagsins eru aðgengilegar á rafrænu formi í þjónustugátt Ísafjarðarbæjar, svo sem umsóknir um leyfi til dýrahalds, umsóknir um ýmsa félagslega þjónustu, leikskólaumsóknir og skráningu í grunnskóla. Þar má einnig finna ýmsar umsóknir um styrki. Skráning inn á þjónustugáttina er gerð með því að nota rafræn skilríki eða íslykil.
Flutningur á lögheimili
Flutningur á lögheimili er tilkynntur rafrænt á vef Þjóðskrár. Ef flutt er til Íslands frá útlöndum þarf einnig að koma í eigin persónu í afgreiðslu lögregluembættisins á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, Ísafirði, og framvísa löggildum skilríkjum.
Upplýsingagjöf til íbúa
Undir flokknum „íbúar“ hér á isafjordur.is er urmull af gagnlegum upplýsingum um þjónustu sem stendur íbúum til boða, svo sem:
Undir flokknum „stjórnsýsla“ má meðal annars finna gjaldskrár sveitarfélagsins, yfirlit yfir reglur og samþykktir og útlistun á stjórnkerfi. Á forsíðunni eru einnig upplýsingar um laus störf í sveitarfélaginu.
Tilkynningar og fréttir frá sveitarfélaginu eru settar inn á fréttasíðu hér á vefnum og á Facebooksíðu Ísafjarðarbæjar. Þegar koma þarf út skilaboðum til íbúa á afmörkuðu svæði með hraði, t.d. þegar taka þarf vatn af hverfum eða íbúar þurfa að færa bíla vegna snjóhreinsunar er notast við SMS-kerfi frá símaskrá 1819.is. Það er því mikilvægt að íbúar séu skráðir þar á rétt heimilisfang svo þeir fái þessi skilaboð.
Hvað er á döfinni?
Viðburðir sem fara fram á svæðinu eru skráðir á viðburðadagatal. Öllum er frjálst að senda inn sína viðburði á dagatalið.
Aðrar gagnlegar upplýsingar
Eins og annars staðar leikur Facebook nokkuð stórt hlutverk í að tengja fólk saman og eru margir áhugaverðir hópar í boði á vegum einstaklinga í bænum, t.d. Ísafjarðarmarkaðurinn sem er eins konar rafrænn flóamarkaður, Lánum og fáum lánað - Ísafjörður og nágrenni og Auglýsingatafla Ísafjarðar og nágrennis.