Vinnuskólinn

Vinnuskólinn

Ísafjarðarbær starfrækir vinnuskóla fyrir efstu bekki grunnskóla. Reynt er að starfrækja skólann í öllum byggðakjörnum eins og hægt er, en fer þó eftir vali nemenda. Reynt er að haga störfum þannig að flest ungmenni geti unnið nálægt heimili sínu.

Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára unglinga (8.-10. bekk grunnskóla) og er starfræktur í allt að 6 vikur á sumrin.

Skráning: Forráðamenn skrá unglinginn sinn í vinnuskólann með því að fara inn á slóðina hér fyrir neðan.

Við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans. Jafnframt er vakin athygli á að árið sem 16 ára aldri er náð verður skattskylda eins og hjá fullorðnum og þarf launþegi að ráðstafa persónuafslætti til vinnuveitanda.

Ráðstöfun persónuafsláttar er á ábyrgð launþega. Spurt er um ráðstöfun í umsókn og er sú útfylling gild þar til önnur ráðstöfun berst til launadeildar Ísafjarðarbæjar.

Starfstímabilið er frá 10. júní til og með 19. júlí.

8. bekkur fær vinnu í 4 vikur, 9. bekkur í 5 vikur og 10. bekkur í 6 vikur.
Vinnutími er mánudag til föstudags milli 08:00 til 14:00. (í lokaviku 8 bekkjar fer sjávarútvegsskólinn fram, allir nemendur mæta í hann)

Tímakaup:
8. bekkur: 902 kr.
9. bekkur: 1203 kr.
10. bekkur: 1504 kr.

Sækja um 


Verkefni vinnuskólans eru fjölmörg. Nemendur vinnuskólans geta valið á milli ólíkra fyrirtækja, þar mæta þau og sinna þeirri vinnu sem fram fer í tilteknu fyrirtæki, einnig er hægt að velja um að aðstoða á leikjanámskeiðum og ýmsum íþróttaæfingum, á golfvallarsvæði, siglingarnámskeiði eða í leikskóla.