Um Ísafjarðarbæ

Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum; Þingeyrarhrepps, Mýrarhrepps, Mosvallahrepps, Flateyrarhrepps, Suðureyrarhrepps og Ísafjarðarkaupstaðar.

Segja má að forsenda sameiningar hafi verið opnun Vestfjarðaganga sem opnaði á aukna samvinnu íbúa á norðanverðum Vestfjörðum.

Sameinað sveitarfélag er hið langstærsta á Vestfjörðum, en þar býr liðlega helmingur allra Vestfirðinga.

Var efnið á síðunni hjálplegt?