Um Ísafjarðarbæ

Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum; Þingeyrarhrepps, Mýrahrepps, Mosvallahrepps, Flateyrarhrepps, Suðureyrarhrepps og Ísafjarðarkaupstaðar.

Sameinað sveitarfélag er hið langstærsta á Vestfjörðum og íbúafjöldi 1. janúar 2022 var 3.840 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga. 

Fyrirferðarmestu atvinnugreinarnar í sveitarfélaginu eru sjávarútvegur, ferðaþjónusta og önnur þjónustustörf.

Mannlífið í Ísafjarðarbæ er fjölbreytt og menningarlífið ríkt, auk þess sem tækifæri til íþróttaiðkunar og útivistar eru fjölmörg.