Útboð og framkvæmdir

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í annan áfanga fyrirstöðugarðs við Norðurtanga

Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í verkið Fyrirstöðugarður við Norðurtanga 2024, annar áfangi. Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti frá og með 1. mars 2024.
Lesa fréttina Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í annan áfanga fyrirstöðugarðs við Norðurtanga
Mynd: Verkís

Vatnsrennsli vatnsveitu í Súgandafirði tvöfaldað með nýrri lögn

Endurnýjun vatnslagnar fyrir vatnsveitu í Súgandafirði lauk fyrir nokkru, en verkið hófst sumarið 2022. Með nýrri lögn tvöfaldaðist vatnsrennslið í vatnsveitunni.
Lesa fréttina Vatnsrennsli vatnsveitu í Súgandafirði tvöfaldað með nýrri lögn
Olíuportið er rauðmerkt á myndinni.

Hreinsun olíuportsins á Þingeyri

Ísafjarðarbær stendur fyrir hreinsun í svo kölluðu olíuporti á Þingeyri. Þau sem telja sig eiga tæki, tól og annað í portinu eru beðin um að fjarlægja munina hið fyrsta.
Lesa fréttina Hreinsun olíuportsins á Þingeyri
Mynd úr kortasjá Ísafjarðarbæjar, map.is/isafjordur

Ísafjörður: Neðsta hluta Fjarðarstrætis lokað á mánudag og þriðjudag

Lokaundirbúningur vegna malbikunar í Fjarðarstræti á Ísafirði hefst mánudaginn 4. september og svo verður malbikað þriðjudaginn 5. september. Því verður neðsti hluti Fjarðarstrætis lokaður frá kl. 8:30 á mánudagsmorgun, frá gatnamótum við Norðurveg að Norðurtanga. Lokunin varir fram yfir malbikun á þriðjudeginum.
Lesa fréttina Ísafjörður: Neðsta hluta Fjarðarstrætis lokað á mánudag og þriðjudag

Ný ljós og ljósabúnaður í íþróttahúsinu á Torfnesi

Undanfarið hefur verið unnið að því að skipta út ljósum í íþróttahúsinu á Torfnesi. Áætluð verklok eru föstudaginn 25. ágúst.
Lesa fréttina Ný ljós og ljósabúnaður í íþróttahúsinu á Torfnesi

Gönguleið að Klofningi löguð og stikuð

Gönguleiðin að Klofningi í Önundarfirði hefur verið stórbætt og stikuð.
Lesa fréttina Gönguleið að Klofningi löguð og stikuð

Framkvæmdir í Fjarðarstræti farnar af stað

Töluverðar framkvæmdir verða á neðsta hluta Fjarðarstrætis á Ísafirði í sumar og eru þær að einhverju leyti byrjaðar.
Lesa fréttina Framkvæmdir í Fjarðarstræti farnar af stað

Malbikun gatna 2023

Tilboð hefur verið samþykkt í malbikun nokkurra gatna í Ísafjarðarbæ í sumar, þar á meðal á Flateyri, Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri.
Lesa fréttina Malbikun gatna 2023
Mynd úr kortasjá Ísafjarðarbæjar, map.is/isafjordur

Framkvæmdir í Fjarðarstræti — fyrirstöðugarður og malbikun

Það verður nóg um að vera í Fjarðarstræti á Ísafirði í sumar, en til stendur að gera fyrirstöðugarð út frá Norðurtanganum auk þess sem neðsti hluti götunnar verður malbikaður.
Lesa fréttina Framkvæmdir í Fjarðarstræti — fyrirstöðugarður og malbikun
Er hægt að bæta efnið á síðunni?