Miðkaupstaður

Árið 1816 urðu mikil tíðindi í verslunarsögu Ísafjarðarkaupstaðar þegar kaupmenn frá Sönderborg í Danmörku hófu verslun í Miðkaupstað. Á lóðinni risu tvö hús sumarið 1816 og stendur íbúðarhúsið enn við Aðalstræti nr. 12. Margir hafa stundað verslun og búið í Miðkaupstað í gegnum tíðina en einn sá þekktasti er vafalaust Ásgeir Ásgeirsson. Hann hóf rekstur sinn árið 1852 og þegar hann lést árið 1877 var hann orðinn einn af auðugustu mönnum landsins. Sonur hans, Ásgeir Guðmundur, tók þá við og gerði verslunina að stærsta fyrirtæki í einkaeign hér á landi.

Edinborgarverslunin var einnig stórtæk í Miðkaupstað, en hún var stofnsett í Reykjavík 1895 og var eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Árið 1907 lét félagið byggja bryggju og stórt hús. Húsið stendur enn og var lengi eitt mesta mannvirki á Ísafirði. Húsið er kennt við verslunina og hýsir í dag ýmsa menningarstarfsemi. Mörk Hæstakaupstaðar og Miðkaupstaðar eru við núverandi Silfurgötu en helsta athafnasvæði Miðkaupstaðar var á svonefndu Wardstúni. Mörk Miðkaupstaðar og Neðstakaupstaðar voru við svokölluð Mjósund en þar var eyrin mjóst og flæddi yfir á háflæði.

Edinborgarhúsið í byggingu.
Mynd: 

Edinborgarhúsið í byggingu, séð frá bryggjunni.
Mynd: 

Edinborgarhúsið 

Íbúðarhúsið í Miðkaupstað.
Mynd: Ágúst G. Atlason.

 

Myndir: Ljósmyndasafnið Ísafirði
Texti: Jóna Símonía Bjarnadóttir