Runavík

Vinabær Ísafjarðarbæjar í Færeyjum er Runavík sem er þéttbýlisstaður í Skálafirði á Austurey. Árið 2020 bjuggu þar 587 manns. Höfnin í Runavík gegnir mikilvægu hlutverki, ekki aðeins fyrir fiskiskip heldur einnig sem birgðahöfn fyrir olíuiðnaðinn í Norðursjó, umskipunarhöfn og skemmtiskipahöfn.

Opinber vefur sveitarfélagsins

Runavík á Wikipedia