Myndlistarlíf

Myndlistarfélag Ísafjarðar hefur rekið gallerý frá miðjum níunda áratugnum og reglulegar sýningar eru m.a. í Gallerý Slúnkaríki í Edinborgarhúsinu og Gallerý Úthverfu / Outvert Art Space sem bæði eru í miðbæ Ísafjarðar.

Á Þingeyri er Grásteins gallerý, til húsa í Grásteini við Aðalstræti 23. Þar eru sýnd verk listahjónanna Guðmundu Jónu Jónsdóttur og Gunnars Guðmundssonar frá Hofi Dýrafirði.