2022: Guðmundur Hjaltason

img_20221022_153107.jpg

Guðmundur Hjaltason, tónlistarmaður frá Ísafirði, er bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2022.

Guðmundur, eða Gummi Hjalta eins og mörg þekkja hann, er fæddur árið 1963 og alinn upp á Ísafirði. Hann hefur verið í tónlistarbransanum um áratuga skeið og glatt samferðafólk sitt með tónlistarflutningi á ýmsu formi. Meðal annars hefur hann staðið að og tekið þátt í uppsetningu söngleikja og stórra tónlistarviðburða, komið fram sem trúbador og í fjölda hljómsveita.

Í einni tilnefningu sem barst menningarmálanefnd segir:

„Svo víða hefur Gummi Hjalta komið við í lista- og músíklífi Ísafjarðarbæjar að hann hefur verið sérlegur undirleikari og tónlistarstjóri sjálfra jólasveinanna, þeirra Hurðaskellis og Stúfs.“