Bæjarráð - 696. fundur - 11. apríl 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Atvinnumálanefnd 6/4.  107. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað formanns bæjarráðs. - Dráttarbrautin Suðurtanga 2, Ísafirði. 2010-06-0074.

            Lagt fram minnisblað Eiríks Finns Greipssonar, formanns bæjarráðs, dagsett þann 7. apríl sl., er varðar dráttarbraut Ísafjarðarbæjar að Suðurtanga 2, Ísafirði.  Í minnisblaðinu er rætt um viðhald dráttarbrautarinnar og not hennar, en dráttarbrautin er í vörslu Byggðasafns Vestfjarða.

            Bæjarráð vísar minnisblaðinu til stjórnar Bygggðasafns Vestfjarða, til umsagnar. 

 

3.         Minnisblað bæjarstjóra. - Sæfari, félag áhugamanna um sjósport.

            2011-02-0109.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. apríl sl., er varðar beiðni Siglingaklúbbsins Sæfara, félags áhugamanna um sjósport á Ísafirði, um styrk til greiðslu leigu vegna afnota Sæfara af  sundlaug Ísafjarðarbæjar á Flateyri.

            Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti leigu vegna afnota Sæfara af sundlauginni á Flateyri. 

            Bæjarráð leggur mikla áherslu á að fjármál þeirra íþróttafélaga, sem bærinn styrkir uppfylli reglur Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, um rekstur og starfsemi íþróttafélaga.

 

4.         Bréf Vestfjarðavíkings. - Beiðni um styrk. 2011-04-0076.

            Lagt fram bréf frá Magnúsi Ver Magnússyni f.h. Vestfjarðavíkings, þar sem fram kemur að Vestfjarðavíkingur 2011 verður haldinn á Vestfjörðum dagana 7. til 9. júlí n.k.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 150.000.-, ásamt fyrirgreiðslu með gistingu.

            Bæjarráð samþykkir heildar peningastyrk að upphæð kr. 200.000.-. 

 

5.         Bréf frá sýslumanninum á Ísafirði. - Umsögn um beiðni um lengingu

            opnunartíma veitingastaðar.  2011-04-0026.

            Lagt fram bréf frá Hörpu Oddbjörnsdóttur f.h. sýslumannsins á Ísafirði, dagsett þann 6. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á umsókn Krúsarinnar á Ísafirði um lengingu opnunartíma yfir Páskana.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lengingu opnunartíma til kl. 04:00 umbeðna daga.

 

 

6.         Bréf frá sýslumanninum á Ísafirði. - Beiðni um umsögn um veitingu

            veitingaleyfis.  2011-03-0130.

            Lagt fram bréf frá Hörpu Oddbjörnsdóttur f.h. sýslumannsins á Ísafirði, dagsett þann 23. mars sl., sent á umsagnaraðila þegar um veitingu veitingaleyfis er að ræða.  Umsókn hefur borist frá Pönnukökuhúsinu ehf., Ísafirði, þar sem óskað er eftir veitinga- leyfi í flokki III, fyrir veitingastaðinn Pönnukökuhúsið, Austurvegi 2, Ísafirði.

            Jafnframt er lagt fram bréf frá eigendum að tveimur efri hæðum hússins að Austurvegi 2, Ísafirði, dagsett 31. mars sl., þar sem veitingu veitingaleyfis er mótmælt.

            Bæjarráð frestar að taka afstöðu til umsóknarinnar til næsta fundar.

 

 7.        Áfangaskýrsla Matvælastofnunar. - Áhrif díoxínmengunar á framtíð

            búskapar í Engidal í Skutulsfirði.  2011-02-0062.

            Lögð fram áfangaskýrsla Matvælastofnunar, um áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Engidal í Skutulsfirði.  Skýrslan er álit sérfræðihóps Matvælastofnunar.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði á þessu stigi.

 

8.         Bréf bæjartæknifræðings. - Sláttur opinna svæða í Ísafjarðarbæ.

            2011-01-0031.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 7. apríl sl., er varðar útboð á slætti opinna svæða í Ísafjarðarbæ 2011.  Alls bárust þrjú tilboð sem opnuð voru þann 5. apríl sl.  Neðangreind tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum.

 

                        Félagar ehf., Súðavík,                                     kr.   611.819.-

                        Gröfuþjónusta Bjarna ehf., Suðureyri,            "      663.909.-

                        Gámaþjónusta Vestfjarða ehf., Ísafirði,          "   1.143.967.-

                        Kostnaðaráætlun                     kr.   766.050.-

 

            Verðin miðast við eina umferð, gert er ráð fyrir fimm umferðum yfir sumarið þannig að verksamningur í heild væri yfir kr. 3 milljónir. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til ofangreindra tilboða.

            Bæjarráð frestar til næsta fundar, að taka afstöðu til ofangreindra tilboða.

 

 9.        Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð stjórnar 4. apríl 2011.

            Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á fundi er haldinn var þann 4. apríl sl., á skrifstofu FV að Árnagötu 2-4, Ísafirði.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

10.       Fundur ríkisstjórnar Íslands á Ísafirði 4. apríl 2011.       

            Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar yfirlýsingum ríkisstjórnar Íslands, um auknar framkvæmdir og ný verkefni á Vestfjörðum, í tengslum við heimsókn ríkisstjórnarinnar til Ísafjarðar 4. apríl s.l. Sérstakt ánægjuefni er, að í umræddri yfirlýsingu er jafnframt kveðið á um, að unnið verði að lækkun húshitunarkostnaðar og að sett verði fram áætlun um jöfnun flutningskostnaðar á hausti komanda.

            Bæjarráð leggur á það áherslu að engan tíma megi missa í því að koma þessum áformum í framkvæmd og heitir fullum stuðningi við þá vinnu.

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:13.

  

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?