Bæjarráð - 698. fundur - 26. apríl 2011

Þetta var gert:

1.         Starfsmannamál á skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir umsækjendum um starf sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, en í lok fyrri viku var öllum viðtölum við umsækjendur lokið.  Umsjón með viðtölum hafði Ragnheiður Dagsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent í Reykjavík.

            Formaður bæjarráðs greindi frá, að tillaga um ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, verði lögð fyrir bæjarstjórn þann 28. apríl n.k.

 

2.         Fundargerð nefndar.

            Umhverfisnefnd 20/4.  350 fundur.

            Fundargerðin er í tuttugu og þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Bréf Fiskistofu. - Beiðni um umsögn á umsókn um rekstrarleyfi til

            þorskeldis í Önundarfirði.  2011-04-0084.

            Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 15. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Gísla Jóns Kristjánssonar um rekstrarleyfi til eldis á þorski í Önundarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er innan 200 tonn á ári.

            Bæjarráð óskar eftir umsögn frá bæjartæknifræðingi, umsögn sem send verði út með gögnum fyrir bæjarstjórnarfund þann 28. apríl n.k.

            Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar þann 28. apríl n.k.

 

4.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Umsögn um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.

            2011-02-0095.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 18. apríl sl., er varðar umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.  Umsagnafrestur er til 17. maí n.k.  Í bréfinu er bent á að á heimasíðu Samb. ísl. sveitarf. er að finna ítarlega samantekt um frumvarpið ásamt tenglum á ýmsar gagnlegar upplýsingar.

            Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar þann 28. apríl n.k.

           

5.         Bréf Háskólaseturs Vestfjarða. - Aðalfundur fulltrúaráðs, fundarboð.

            2011-04-0090.

            Lagt fram bréf frá Háskólasetri Vestfjarða dagsett 15. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs þann 12. maí n.k.  Aðalfundurinn er boðaður með dagskrá.

            Bæjarráð felur Eiríki Finni Greipssyni, formanni bæjarráðs, að mæta á aðalfundinn og fara með umboð Ísafjarðarbæjar.  Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til að sækja fundinn.

 

6.         Melrakkasetur Íslands ehf. - Aðalfundarboð.

            Lagt fram aðalfundarboð frá Melrakkasetri Íslands ehf., samkvæmt boðskorti dagsettu þann 19. apríl sl.  Aðalfundurinn verður haldinn þann 7. maí n.k. og hefst         kl. 16:00 í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.  Aðalfundurinn er boðaður með dagskrá.

            Bæjarráð samþykkir að Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, mæti á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.                                  

  

7.         Bréf afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar. - 200 ára afmæli þann

            17. júní 2011.

            Lagður fram tölvupóstur frá Samb. ísl. sveitarf. þar sem áframsent er bréf verkefnisstjórnar afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar, kynning vegna 200 ára fæðingarafmælis Jóns Sigurðssonar, forseta og hátíðarhalda í tilefni þess. 

            Lagt fram til kynningar.

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:42.

  

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Marsellíus Sveinbjörnsson.                                                     

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?