Bæjarráð - 697. fundur - 18. apríl 2011

Þetta var gert:

1.         Fulltrúi HSV kynnir umsókn um Unglingalandsmót 2013 - 2014.

            Á fund bæjarráðs er mættur Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga, til að kynna bæjarráði hugsanlega umsókn HSV, um að halda Unglingalandsmót 2013 eða 2014 á Ísafirði. Jafnframt sat Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, fund bæjarráðs.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær styðji umsókn HSV um að halda Unglingalandsmót 2013 eða 2014 á Ísafirði.

 

2.         Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2010.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði bæjarráði grein fyrir ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir starfsárið 2010.

            Bæjarráð vísar ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2010, til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 28. apríl n.k.         

 

3.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 13/4.  355. fundur.

            Fundargerðin er í tíu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 12/4.  308. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd 13/4.  122. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 12/4. 4. fundur 

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

4.         Erindi bæjartæknifræðings. - Sláttur opinna svæða í Ísafjarðarbæ.

            2011-01-0031.

            Lagt fram að nýju bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 7. apríl sl., er varðar útboð á slætti opinna svæða í Ísafjarðarbæ 2011.  Alls bárust þrjú tilboð sem opnuð voru þann 5. apríl sl.  Neðangreind tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum.

                        Félagar ehf., Súðavík,                                     kr.   611.819.-

                        Gröfuþjónusta Bjarna ehf., Suðureyri,            "      663.909.-

                        Gámaþjónusta Vestfjarða ehf., Ísafirði,          "   1.143.967.-

                        Kostnaðaráætlun                     kr.   766.050.-

           

            Verðin miðast við eina umferð, gert er ráð fyrir fimm umferðum yfir sumarið þannig að verksamningur í heild væri yfir kr. 3 milljónir. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til ofangreindra tilboða. Bæjarráð frestaði á fundi sínum þann 11. apríl sl. til næsta fundar, að taka afstöðu til ofangreindra tilboða.

            Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda um slátt í Ísafjarðarbæ sumarið 2011 á grundvelli tilboðs hans.

 

5.         Erindi sýslumannsins á Ísafirði. - Umsögn um veitingaleyfisumsókn.

            2011-03-0130.

            Lagt fram að nýju bréf frá Hörpu Oddbjörnsdóttur f.h. sýslumannsins á Ísafirði, dagsett þann 23. mars sl., sent á umsagnaraðila þegar um veitingu veitingaleyfis er að ræða.  Umsókn hefur borist frá Pönnukökuhúsinu ehf., Ísafirði, þar sem óskað er eftir veitingaleyfi í flokki III, fyrir veitingastaðinn Pönnukökuhúsið, Austurvegi 2, Ísafirði.Bæjarráð frestaði að taka afstöðu til umsóknarinnar þann 11. apríl sl. og vísaði afgreiðslu til næsta fundar.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að Pönnukökuhúsinu ehf., verði veitt veitingaleyfi í III. flokki, að Austurvegi 2, Ísafirði.

 

6.         Minnisblað bæjarritara. - Umsóknir um menningarstyrki.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 15. apríl sl., þar sem fram koma upplýsingar um þær umsóknir er borist hafa um menningarstyrki frá Ísafjarðarbæ.  Eftirtaldir aðilar hafa sótt um styrki fyrir auglýstan frest og voru styrkveitingar sem hér segir.

                        Jóhannes Jónsson hjá DIGI-film, styrkur kr. 150.000.-.

                        Styrktarfélag Tónlistarskóla Ísafjarðar, styrkur kr. 100.000.-

                        Sunnukórinn á Ísafirði, styrkur kr. 200.000.-

                                     

 7.        Bréf Elíasar Guðmundssonar, Suðureyri. - Veisluhöld í sundlaugum.

            2011-03-0049.

            Lagt fram bréf frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri, dagsett þann 17. mars sl., þar sem óskað er eftir að inn í reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar verði tekin útleiga á sundlaugum til skemmtana- og eða veisluhalda.

            Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

 

8.         Grænn gróður ehf. - Hagkvæm og vistvæn aðferð til að hemja útbreiðslu

            lúpínu.  2011-04-0072.

            Lagt fram bréf frá fyrirtækinu Grænn gróður ehf., dagsett 15. apríl sl., þar sem gert er tilboð um hagkvæma og vistvæna aðferð til að hemja útbreiðslu á lúpínu í Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

 

 9.        Starfsendurhæfing Vestfjarða. - Fundarboð á ársfund. 2011-04-0068. 

            Lagt fram bréf frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða dagsett 12. apríl sl., boð á ársfund sem haldinn verður á Hótel Ísafirði þann 29. apríl n.k. og hefst með léttum hádegisverði kl. 12:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.

            Bæjarráð óskar eftir að fulltrúi frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu sæki fundinn.

 

10.       Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.

            2011-04-0069.

            Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 12. apríl sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 8. apríl sl.  Á þeim fundi var kynnt starfsskýrsla heilbrigðisnefndar Vestfjarða fyrir árið 2009-2010.

            Bæjarráð óskar eftir minnisblaði hvað varðar starfsleyfi skv. reglugerð um fráveitur og skólp nr. 789/1999.

            Fundargerðinni vísað til umhverfisnefndar til kynningar.

 

11.       Drög að bréfi til Hafrannsóknastofnunar. - Efling starfsemi á Ísafirði.

            2011-04-0067.

            Lögð fram drög að bréfi Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, til Hafrannsókna- stofnunar, þar sem lögð er áhersla á eflingu starfsemi stofnunarinnar á Ísafirði.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra, að ganga endanlega frá bréfinu, í samræmi við umræður í bæjarráði.

 

12.       Bréf MARKIS. - Tengslanet á milli sveitarfélaga.

            Lagt fram bréf frá MARKIS Industrial Development Center dagsett 13. apríl sl., um val á sveitarfélagi á Íslandi, til að útfæra lausnir fyrir umhverfið, orku, fiskveiðar, landbúnað og ferðaþjónustu.  Í bréfinu eru frekari lýsingar á verkefninu og þess óskað að sveitarfélagið láti vita, hafi það óskir um frekari upplýsingar um verkefnið.

            Bæjarráð sér ekki að Ísafjarðarbær hafi fjármagn til að taka þátt í verkefninu en þakkar gott boð.

 

13.       Búnaðarsamtök Vesturlands. - Skýrsla um þjóðlendumál. 2007-10-0068.

            Lagt fram bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands dagsett 12. apríl sl., ásamt skýrslu um samstarfsverkefni um þjóðlendumál og upplýsingar varðandi hnitsetningu landamerkja.

            Lagt fram til kynningar.         

 

14.       Trúnaðarmál.

            Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 

15.       Starfsmannamál á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir umsækjendum um starf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, en í lok síðustu viku var öllum viðtölum við umsækjendur lokið.  Umsjón með viðtölum hafði Ragnheiður Dagsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent í Reykjavík.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Jóhann Birkir Helgason, Hnífsdal, verði ráðinn sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, enda var hann metinn hæfastur umsækjenda um starfið.    

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:32.

  

 

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?