Bæjarstjórn - 307. fundur - 16. febrúar 2012

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Kristín Hálfdánsdóttir í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.  Sigurður Pétursson í h. st. Benedikt Bjarnason.

 

Dagskrá:

 

I.   Tillaga frá 735. fundi bæjarráðs. - Varnargarður neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði, verkfræðihönnun.  2011-12-0030.
II.   Tillaga frá 736. fundi bæjarráðs. - Álagning fasteignagjalda 2012. 2012-01-0016.
III.   Tillaga frá 737. fundi bæjarráðs. - Stuðningur Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki.  2011-02-0032.
IV.   Tillaga frá 369. fundi umhverfisnefndar. - Lóðaúthlutun Dagverðardalur 1, Ísafirði. 2012-01-0064.    
V.   Tillaga frá 369. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla, vöktun.  2011-05-0028.
VI. Fundargerð(ir) bæjarráðs 23/1., 30/1., 7/2. og 13/2. 
VII. " barnaverndarnefndar 25/1.
VIII. " Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., 18/1.
IX. " fræðslunefndar 1/2.
X. " íþrótta- og tómstundanefndar 8/2.
XI. " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 27/1., 30/1. og 2/2.
XII. " stjórnar Byggðasafns Vestfjarða 7/2.
XIII. " umhverfisnefndar 25/1. og 14/2.

 

I.       Tillaga til 307. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. febrúar 2012.

            

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 735. fundur 30. janúar 2012.

6.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Varnargarður neðan Gleiðarhjalla, verkfræðihönnun.  2011-12-0030.

Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 27. janúar 2012, þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í verkhönnun snjóflóðavarna neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði. Tvö tilboð bárust frá neðangreindum aðilum.

                        Mannvit hf.,                            kr.  6.995.000.-

                        Efla hf.,                                   kr.11.500.000.-

Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með tilboði Mannvits hf. og leggur sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs til að tilboði Mannvits hf., verði tekið.  Hjálagt er afrit af bréfi Framkvæmdasýslu ríkisins frá 24. janúar sl., varðandi tilboðin.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Mannvits hf., verði tekið.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

 

II.      Tillaga til 307. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. febrúar 2012.

             Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.  

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 736. fundur 7. febrúar 2012.

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Álagning fasteignagjalda árið 2012. 2012-01-0016.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 3. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir mistökum við ákvörðun álagningar fasteignagjalda.  Álagning fasteignaskatts var 0.65% af stofni í stað 0.625% og álagning vatnsgjalds var 0.18% í stað 0.205%.  Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á þessum leiðréttingum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindar breytingar á álagningu fasteignagjalda verði samþykktar.

 

Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar.

,,Meirihluta bæjarstjórnar þykir miður að fasteignaskattar hafi fyrir mistök verið hækkaðir umfram lögbundið hámark. Við gerð fjárhagsáætlunar var ákveðið að halda samanlagðri álagningarprósentu fasteignaskatts, holræsagjalds og vatnsgjalds óbreyttri eða 1,08% samanlagt. Samanlögð álagningarprósenta hækkar því ekki á milli ára en fasteignamat í sveitarfélaginu hefur hinsvegar hækkað að meðaltali um 7% eða mjög svipað og verðlagshækkanir á s.l. 12 mánuðum. Sú hækkun kemur hinsvegar misjafnlega niður á íbúum þar sem að í sumum tilvikum hækkar fasteignamat meira en annars staðar.

 

Nú stendur yfir gerð 3ja ára áætlunar Ísafjarðarbæjar og verður hún lögð fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Í henni verður haldið áfram að leita leiða til að bæta rekstur bæjarins með það að markmiði að hægt verði að hefja lækkunarferli gjaldskráa sveitarfélagins.  Þar verður fyrst horft til lækkunar fasteignagjalda og leikskólagjalda.“

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista í bæjarstjórn.

,,Við álagningu fasteignagjalda í Ísafjarðarbæ voru gerð ákveðin mistök.  Bæjarfulltrúar Í-lista vilja fyrir sitt leyti biðjast afsökunar á því, að hafa ekki athugað sjálfir, hvort þau viðmið sem meirihlutinn lagði til stæðust lög.

Bæjarfulltrúar Í-lista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu þar sem ekki liggur fyrir hvaða áhrif hún hefur á einstaka hópa gjaldenda.“

Bókun undirrituð af Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Örnu Láru Jónsdóttur og Benedikt Bjarnasyni.

 

Tillaga bæjarráðs samþykkt 5-0.

Benedikt Bjarnason gerði grein fyrir hjásetu sinni.

 

III.     Tillaga til 307. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. febrúar 2012.

                Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 737. fundur 13. febrúar 2012.

7.         Bréf Samkeppniseftirlits. - Stuðningur við frumkvöðla.  2011-02-0032.

Lagt fram bréf frá Samkeppniseftirlitinu dagsett 4. febrúar sl., svar við beiðni um umsögn á reglum um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki, sem vilja auka starfsemi sína.  Í bréfinu kemur fram að samkeppniseftirlitið sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við drögin, en ítrekar mikilvægi þess að Ísafjarðarbær fari eftir því sem fram kemur í 4. gr.  Drög að reglum fylgja erindinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að drög að reglum um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki, sem vilja auka starfsemi sína, verði samþykkt.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

    IV. Tillaga til 307. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. febrúar 2012.
               
    Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 369. fundur 14. febrúar 2012.
2.  2012010064 - Dagverðardalur 1 - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um sumarhúsalóðina Dagverðardalur 1, Ísafirði, dags.24. janúar sl. frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni.
 Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Marzellíus Sveinbjörnsson fái lóðina Dagverðardalur 1, Ísafirði,  með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ  innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

V. Tillaga til 307. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. febrúar 2012.
             Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

    Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 369. fundur 14. febrúar 2012.

 11.   211. 2011050028 - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla.
Lagt fram bréf dags. 3. febrúar sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs, er varðar deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að kafla 3.5 um Vöktun verði bætt inn í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins:
"Kafli 3.5 Vöktun.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að vöktun eigi sér stað á húsum næst snjóflóðavarnargörðum neðan Gleiðarhjalla.

Áður en framkvæmdaleyfi verður veitt fyrir framkvæmdinni skal hæðarmæla allar botnplötur húsa sem standa næst varnargörðunum og hallamálsmæla útveggi húsa. Við lokaúttekt verksins skal framkvæma samskonar mælingar. Í allt að sex árum eftir lokaúttekt mun Ísafjarðarbær framkvæma mælingar annað hvert ár."
Albertína Elíasdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi viðbótar- tillögu við tillögu umhverfisnefndar. ,,Jafnframt skulu framkvæmdar til samanburðar mælingar á nokkrum húsum, sem einnig standa í brekkunni, en verða ekki fyrir áhrifum vegna framkvæmdanna.“ 

Tillaga umhverfisnefndar með viðbótartillögu forseta samþykkt 9-0.

 

VI.   Bæjarráð.
        Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Benedikt Bjarnason, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.  

 

Fundargerðin 23/1.  734. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 30/1.  735. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 7/2.  736. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 13/2.  737. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.  Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 25/1.  120. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII. Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.
Fundargerðin 18/1.  73. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.   Fræðslunefnd.
        Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 1/2.  317. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.    Íþrótta- og tómstundanefnd.
        Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Benedikt Bjarnason, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Gísli H. Halldórsson, Eiríkur Finnur Greipsson og Guðfinna Hreiðars- dóttir. 

 

Fundargerðin 8/2.  129. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.  Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Fundargerðin 27/1.  12. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 30/1.  13. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 2/2.  14. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.  Stjórn Byggðasafns Vestfjarða.
         Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Eiríkur Finnur Greipsson. 


Fundargerðin 7/2. 
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII. Umhverfisnefnd.
          Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Benedikt Bjarnason.

 

Fundargerðin 25/1.  368. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fundargerðin 14/2.  369. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.

Fundi slitið kl. 20:00.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

Eiríkur Finnur Greipsson.             

Gísli H. Halldórsson.

Guðný S. Stefánsdóttir.                  

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Benedikt Bjarnason.                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Kristján Andri Guðjónsson.           

Jóna Benediktsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?