Bæjarráð - 737. fundur - 13. febrúar 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

           Íþrótta- og tómstundanefnd 8/2.  129. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Stjórn Byggðasafns Vestfjarða 7/2.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.           

 

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Svör við fyrirspurnum Örnu Láru Jónsdóttur. 2011-08-0013.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. febrúar sl., þar sem hann svarar fyrirspurnum Örnu Láru Jónsdóttur, er lagðar voru fram á 736. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

            Lagt fram til kynningar. 

           

3.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ 2012 til 2016.  2012-02-0018.

            Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 7. febrúar sl., þar sem fram kemur að tæknideild Ísafjarðarbæjar vinni nú að útboðsgögnum vegna aksturs almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ og skólaakstri í Skutulsfirði 2012-2016.

            Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar í þeim nefndum bæjarins, er erindið kann að varða.  

 

4.         Bréf frá nefndasviði Alþingis. - Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða 408. mál.  2012-02-0034.

            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 6. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar frumvarps til laga um stjórn fiskveiða (þjóðareign á nytjastofnum og nýtingarréttur) 408. mál.  Umsagnarfrestur er til og með 1. mars n.k.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar.

 

5.         Bréf þingmanna Hreyfingarinnar. - Frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða.  2012-02-0040.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði, bréf þingmanna Hreyfingarinnar dagsett 7. febrúar sl., er varðar frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða, þingskjal 207-202. mál. Þess er sérstaklega óskað í upphafi bréfsins, að afrit af bréfinu ásamt fylgigögnum verði komið til allra sveitarstjórnarfulltrúa.    

6.         Bréf Varasjóðs húsnæðismála. - Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga 31. desember 2011.  2012-02-0024.

            Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála dagsett 2. febrúar sl., er varðar könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga þann 31. desember 2011.  Bréfinu fylgir sérstakt eyðublað, sem óskað er eftir að verði notað og því skilað í síðasta lagi þann 4. mars n.k. til Varasjóðsins.

            Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf.

           

7.         Bréf Samkeppniseftirlits. - Stuðningur við frumkvöðla.  2011-02-0032.

            Lagt fram bréf frá Samkeppniseftirlitinu dagsett 4. febrúar sl., svar við beiðni um umsögn á reglum um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki, sem vilja auka starfsemi sína.  Í bréfinu kemur fram að samkeppniseftirlitið sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við drögin, en ítrekar mikilvægi þess að Ísafjarðarbær fari eftir því sem fram kemur í 4. gr.  Drög að reglum fylgja erindinu.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að drög að reglum um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki, sem vilja auka starfsemi sína, verði samþykkt.  

 

8.         Afrit af bréfi Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Svarta pakkhúsið á Flateyri.  2007-02-0138.

            Lagt fram afrit bréfs frá Minjasjóði Önundarfjarðar er varðar ,,Svarta pakkhúsið“ á Flateyri.  Í bréfinu er rakinn ferill um flutning hússins og hugsanlegt notagildi þess í framtíðinni.

            Bæjarráð felur Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ræða við bréfritara.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði.   

 

9.         Bréf Kvenfélagsins Hlífar, Ísafirði. - Þökkuð styrkveiting.  2011-11-0047.

            Lagt fram bréf  frá Kvenfélaginu Hlíf, Ísafirði, dagsett 8. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ eru færðar þakkir fyrir styrk og stuðning við þrettándagleði félagsins þann    6. janúar sl.

            Lagt fram til kynningar.

 

10.       Alþýðusamband Íslands. - Breytingar á útsvari og fasteignagjöldum 2012. 2012-02-0054.

            Lögð fram skýrsla frá Alþýðusambandi Íslands, um könnun á breytingum á fasteignamati útsvari og fasteignagjöldum ársins 2012, hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

            Lagt fram til kynningar.

 

11.       Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2011.  2012-02-0037.

            Lögð fram Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2011.  Skýrslan er unnin af Þorbirni Sveinssyni, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð þakkar ársskýrslu Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2011.

 

12.       Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð Heilbrigðisnefndar.

            Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 3. febrúar sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 86. fundi er haldinn var þann 3. febrúar sl.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

13.       Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Ársreikningur 2011.  2012-02-0025. 

            Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 25. janúar sl., ásamt ársreikningi HV fyrir árið 2011, skýringum á kostnaði, eignalista og viðskiptayfirliti.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

14.       Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Kennslustundaúthlutun grunnskóla.  2011-10-0088.

            Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 9. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir kennslu- stundaúthlutun grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

15.       Fjárhagsmál, þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar. - Bæjarstjóri kynnir málið í bæjarráði. 2011-08-0013.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir vinnu sem hafin er við þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árin 2013-2015.          

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:10.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína F. Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.

Gísli Halldór Halldórsson..                                                    

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?