Bæjarráð - 734. fundur - 23. janúar 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.  18/1.  73. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Útboð á rekstri skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. 2012-01-0029.

            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dagsett 16. janúar sl.  Bréfið varðar drög að útboðsgögnum fyrir rekstur á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal og á Seljalandsdal, Ísafirði. Óskað er heimildar til að bjóða skíðasvæðin út á grundvelli útboðsgagnanna.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundarnefndar.

 

3.         Bréf velferðarráðuneytis. - Styrkir til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu. 2010-11-0008.

            Lagt fram bréf frá velferðarráðuneyti dagsett 30. desember sl., þar sem fram kemur, að Ísafjarðarbær hefur hlotið loforð um styrk að upphæð kr. 1.620.000.-, til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu.

            Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldusviðs og fræðslusviðs Ísafjarðarbæjar.

 

4.         Bréf Golfklúbbs Ísafjarðar. - Umsókn um afnot af 3. hæð Sundhallar á Ísafirði. 2012-01-0044.

            Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 20. janúar sl., þar sem GÍ óskar eftir að fá afhenta 3. hæð Sundhallar Ísafjarðar, undir æfingaraðstöðu.  Í bréfinu eru tilgreind markmið félagsins með því að fá þessa aðstöðu til æfinga.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar og íþrótta- og tómstundanefndar.

 

5.         Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi. 2011-10-0009.  

            Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 20. janúar sl., er varðar hugsanlegan rekstur HSV á íþróttasvæði Ísafjarðarbæjar á Torfnesi, Ísafirði.  Bréfinu fylgir rekstraráætlun, sem og greinargerð vegna mögulegrar yfirtöku HSV á rekstri íþróttasvæðisins á Torfnesi.

            Bæjarráð vísar erindinu til frekari vinnslu hjá Ísafjarðarbæ.

 

6.         Afri af bréfi umhverfisráðuneytis. - Endurnýjun samninga við náttúrustofur. 2012-01-0045.

            Lagt fram afrit af bréfi frá umhverfisráðuneyti dagsett 12. janúar sl., til Náttúru- stofu Vestfjarða, þar sem rætt er um endurnýjun samninga umhverfisráðuneytis og náttúrustofa.

            Lagt fram til kynningar.

 

7.         Bréf Agnesar Ó. Marsellíusardóttur. - Beiðni um afnot af skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar.  2011-02-0058.

            Lagt fram bréf Agnesar Ó. Marsellíusardóttur dagsett 18. janúar sl., þar sem hún óskar heimildar Ísafjarðarbæjar á að mega nota skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar í alls kyns minjagripagerð s.s. penna, fatnað, borðbúnað, barmmerki ofl. ofl.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið.

 

8.         Bréf Landgræðslu ríkisins. - Beiðni um styrk vegna verkefnisins ,,Bændur græða landið“. 2012-01-0046.

            Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins dagsett 12. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ í samstarfsverkefnið ,,Bændur græða landið“.  Í verkefninu eru nú skráðir 12 þátttakendur í Ísafjarðarbæ og er farið fram á að Ísafjarðarbær styrki verkefnið um kr. 5.000.- fyrir hvern þátttakanda eða samtals kr. 60.000.-.

            Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar í umhverfisnefnd.

 

9.         Bréf Saman-hópsins. - Beiðni um fjárstuðning. 2012-01-0047.

            Lagt fram bréf frá Saman-hópnum dagsett 13. janúar sl., þar sem beðið er um fjárstuðning vegna forvarnastarfs á árinu 2012.  Leiðarljós í starfi hópsins eru niðurstöður rannsókna sem sýna mikilvægi og áhrifamátt foreldra í forvörnum.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar félagsmálanefndar.

 

10.       Drög að Jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar.  2010-05-0008.

            Lögð fram drög að Jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar, er lögð voru fram til kynningar á 364. fundi félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar þann 10. janúar sl.  Félagsmálanefnd fól þar starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna áfram að stefnunni.

            Bæjarráð þakkar fyrir drög að jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 

 

11.       Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. - Reglur um snjómokstur. 2011-11-0042.

            Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar dagsett 17. janúar sl., þar sem fjallað er um drög að snjómokstursreglum fyrir Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð bendir á að Íbúasamtök Önundarfjarðar hafa ekki uppfyllt samþykktir um hverfaráð í Ísafjarðarbæ.

            Bréfi samtakanna vísað til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

12.       Bréf Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði. - Reglur um snjómokstur. 2011-11-0042.

            Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði móttekið í tölvubréfi þann 18. janúar sl. og fjallar um drög að reglum um snjómokstur í Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð vísar bréfi Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

13.       Slökkvilið Ísafjarðarbæjar. - Drög að samantekt á kostnaði við útkall í Hestfirði við Ísafjarðardjúp 16. janúar sl. 2012-01-0048.

            Lögð fram drög að samantekt Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, á kostnaði við útkall í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar sl., þegar flutningabifreið með tengivagn fullan af bensíni fór út af þjóðveginum og valt.  Áætlaður heildar kostnaður Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar er um kr. 4,2 milljónir.

            Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 08:40.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Kristján Andri Guðjónsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?