Bæjarráð - 735. fundur - 30. janúar 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Barnaverndarnefnd 25/1.  120. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 27/1.  12. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 25/1.  368. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarritara. - Húsnæðismál Björgunarsveitarinnar Sæbjargar, Flateyri.  2012-01-0022.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 26. janúar sl., þar sem fram kemur afgreiðsla umhverfisnefndar á beiðni bæjarráðs um umsögn vegna hugsanlegra makaskipta Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri og Ísafjarðarbæjar á húsum á Flateyri. Bókun umhverfisnefndar var svohljóðandi.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu og bendir jafnframt á að áhaldahús Ísafjarðarbæjar á Flateyri er ekki samkvæmt deiliskipulagi og því telur nefndin að í makaskiptasamning skuli sett inn ákvæði um forkaupsrétt á áhaldahúsinu.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Sæbjargar, um hugsanleg makaskipti á fasteignum.

 

3.         Minnisblað bæjarritara. - Landgræðsla ríkisins ,,Bændur græða landið“ styrkbeiðni.  2012-01-0046.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 26. janúar sl., þar sem fram kemur afgreiðsla umhverfisnefndar á beiðni bæjarráðs um skoðun á erindi Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk í verkefnið ,,Bændur græða landið“. Bókun umhverfisnefndar var svohljóðandi.

            Umhverfisnefnd telur  sé ekki fært að verða við beiðninni.

            Bæjarráð tekur undir afgreiðslu umhverfisnefnar og hafnar erindinu.

 

4.         Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. - Staðsetning höggmyndarinnar  ,,Úr álögum“.  2008-06-0016.

            Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 27. janúar sl., er varðar 6. lið í 12. fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, þar sem fram kemur, að nefndin hefur áhuga á að höggmyndin ,,Úr álögum"  eftir Einar Jónsson, verði áfram staðsett á svipuðum stað og verið hefur.  Þó er ljóst að þörf verður á að færa hana eitthvað úr stað vegna byggingar hjúkrunarheimilisins. Nefnin telur áhugavert að fela hönnuðum hússins að finna styttunni nýjan stað í námunda við hjúkrunarheimilið.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar umsagnar stjórnar Listasafns Ísafjarðar. 

 

5.         Minnisblað bæjarritara. - Afnot af ,,Lóninu“ innan Suðureyrar. 2006-01-0069.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir beiðni Jens Daníels Holm, Eyrargötu 9, Suðureyri, um afnotum af ,,Lóninu“ fyrir innan Suðureyri í Súgandafirði, til fiskeldis í smáum stíl.  Jens Daníel hefur óskað eftir rekstrar- leyfi hjá Fiskistofu, en svo til þess megi koma þarf hann að hafa samning um afnotarétt af téðu Lóni til allt að tíu ára.

            Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um afnot af Lóninu innan Suðureyrar.

 

6.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Varnargarður neðan Gleiðarhjalla, verkfræðihönnun.  2011-12-0030.

            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 27. janúar 2012, þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í verkhönnun snjóflóðavarna neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði. Tvö tilboð bárust frá neðangreindum aðilum.

                        Mannvit hf.,                            kr.  6.995.000.-

                        Efla hf.,                                   kr.11.500.000.-

            Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með tilboði Mannvits hf. og leggur sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs til að tilboði Mannvits hf., verði tekið.  Hjálagt er afrit af bréfi Framkvæmdasýslu ríkisins frá 24. janúar sl., varðandi tilboðin.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Mannvits hf., verði tekið.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  8:35.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?