Sorpgjald lækkað og gjaldtaka á umframúrgangi tekin upp

Sorpgjald íbúa í Ísafjarðarbæ er lækkað í nýrri gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ, sem tekur gildi 1. janúar 2020.

Sorpgjald á heimili (árgjald) 2020
Sorphirða  15.741 kr.
Sorpförgun 29.984 kr.
Sorpförgun sumarbústaðir og íbúðarhúsnæði með takm. íveru v/snjóflóttahættu 16.678 kr.

Á sama tíma verður aftur tekin upp gjaldtaka á umframúrgangi í Funa og á gámavöllum, svo sem grófum úrgangi og pressanlegum úrgangi sem telst ekki til heimilissorps.

Í áætlunum fyrir 2019 var gert ráð fyrir að íbúar gætu komið með 150.000 kg af umframúrgangi gjaldfrjálst í Funa og á gámavelli, sem yrði svo greitt af Ísafjarðarbæ. Umframúrgangur sem hefur skilað sér á árinu er hins vegar nær því að vera 430.000 kg. Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði því til við bæjarstjórn, á 90. fundi nefndarinnar, að taka aftur upp gjaldtöku á umframúrgangi í stað þess að hækka sorpgjöld einstaklinga til að greiða niður þetta umframmagn. 

Gjald fyrir móttöku í endurvinnslustöð í Ísafjarðarbæ  
Blandaður/grófur úrgangur 31 kr./kg
Timbur 38 kr./kg

Athygli er vakin á því að áfram er gjaldfrjáls móttaka fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, spilliefni, raftæki og úrelt ökutæki. Ekki þarf heldur að greiða móttökugjald fyrir garðaúrgang og óvirkan úrgang t.d. múrbrot, gler og uppmokstur.