Umhverfis- og framkvæmdanefnd

90. fundur 14. nóvember 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, mætir til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.
Þórdís mætti til fundar 8:15 og vék af fundi 8:22.

2.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Kynnt minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dags. 12.11.2019, um breytingar í sorpmálum varðandi magn úrgangs sem einstaklingar skila endurgjaldslaust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sorpgjald verði lækkað og gjaldtaka á sorpi verði tekin upp í Funa og á gámavöllum.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Gjaldskrár lagðar fram
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu umhverfisfulltrúa og vísar gjaldskránum til bæjarráðs.

4.Gangstéttir 2019 - 2018060075

Fyrirhugaðar framkvæmdir í gangstéttaviðgerðum fyrir árið 2020.
Gögn lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?