Fræðslunefnd

Fræðslunefnd er ráðgjafi bæjarstjórnar í öllu sem varðar leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Eins og flestar aðrar fastanefndir á hún aðallega að vera stefnumarkandi og setur starfsfólki skóla reglur um afgreiðslur mála, en leysir ekki einstök mál nema að litlu leyti.

Nefndin á líka að fylgjast með því að öll börn á skólaskyldualdri fái lögbundna fræðslu og að samþykkt markmið bæjarstjórnar í fræðslumálum nái fram að ganga.

Þegar kemur að því að ráða skólastjóra grunn- og leikskóla og aðstoðarskólastjóra grunnskóla er nefndin ráðgjafi bæjarstjóra.

Fræðslunefnd fundar alla jafna annan og fjórða fimmtudag hvers mánaðar.

Erindisbréf

Nefndarmenn: 

   

     Finney Rakel Árnadóttir

Í

formaður

     Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson

Í

varaform.

     Magnús Einar Magnússon

Í

 

     Elísabet Samúelsdóttir

B

 

     Dagný Finnbjörnsdóttir

D

 

Varamenn:

   

     Hálfdán Bjarki Hálfdánsson                 

Í

 

     Pétur Óli Þorvaldsson

Í

 

     Nanný Arna Guðmundsdóttir

Í

 

     Elísabet Jónasdóttir

B

 

     Steinunn Guðný Einarsdóttir

D

 

Ritari fræðslunefndar er Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.
Netfang: hafdisgu@isafjordur.is