Tungumálatöfrar – 8.-13. ágúst

Tungumálatöfrar er árlegt íslenskunámskeið fyrir fjöltyngd börn. Næsta námskeið fer fram á Ísafirði 8.-13. ágúst 2022.
 
Tungumálatöfrar í Edinborgarhúsinu er sumarnámskeið fyrir 5–11 ára börn sem fram fer á Ísafirði. Boðið er upp á málörvandi umhverfi í gegnum skapandi kennsluaðferðir. Listsköpun og leikur eru höfuðáherslan í kennslunni og unnið markvisst að því að börnunum líði sem best í eigin skinni og öðlist sjálfstraust til að tjá sig á íslensku. Allt frá upphafi hefur tónlist leikið stórt hlutverk á námskeiðinu og myndlistarsköpun einnig átt sinn fasta sess. Svo er boðið upp á líkamlega tjáningu í gegnum dans eða leiklist. 
 
Námskeiðið verður haldið dagana 8–12. ágúst 2022. Laugardaginn 13. ágúst verður Töfragangan, uppskeruhátíð þátttakendanna og fjölskyldna þeirra, og er hún öllum öllum opin. Kennt er frá kl.10-14 á daginn, mánudag til föstudags. Léttur hádegisverður er innifalinn í verði. 
 

Þátttökugjald

27.500 krónur per barn

50.000 krónur fyrir 2 systkini

75.000 krónur fyrir 3 systkini.

50% afsláttur á námskeiðsgjöldum er fyrir félaga Verkvest / Fosvest / Sjómanna- og verkalýðsfélags Bolungarvíkur sem vilja senda börnin sín á Tungumálatöfra.

Skráning á námskeið

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?