Íþróttir og tómstundir í Ísafjarðarbæ

Hér má finna yfirlit yfir íþróttir og tómstundir í boði fyrir börn og ungmenni í Ísafjarðarbæ. Síðan er uppfærð reglulega.

Ábendingar um námskeið má senda á postur@isafjordur.is.

Tónlistarskóli Ísafjarðar – Tónlistarnám

Við Tónlistarskólann á Ísafirði er kennt á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, gítar, bassagítar, fiðlu, selló, harmonikku, blokkflautu, þverflautu, saxófón, trompet, kornett, tenórhorn, horn, klarinettu, básúnu og slagverk. Forskóli og tónasmiðja eru fyrir yngstu nemendurna og skipulagt kórastarf fyrir börn á öllum aldri. Einnig er boðið upp á nám í raftónlist og margvíslegt hljómsveitastarf.

Skoða Tónlistarskóli Ísafjarðar – Tónlistarnám nánar

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar – Hljóðfæra- og söngkennsla

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar býður upp á kennslu á píanó, gítar og í söng.

Skoða Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar – Hljóðfæra- og söngkennsla nánar

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar – Dansdeild

Dansdeild LRÓ býður upp á dansnámskeið fyrir börn allt frá þriggja ára aldri.

Skoða Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar – Dansdeild nánar
Er hægt að bæta efnið á síðunni?