Tónlistarskóli Ísafjarðar – Tónlistarnám
Við Tónlistarskólann á Ísafirði er kennt á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, gítar, bassagítar, fiðlu, selló, harmonikku, blokkflautu, þverflautu, saxófón, trompet, kornett, tenórhorn, horn, klarinettu, básúnu og slagverk. Forskóli og tónasmiðja eru fyrir yngstu nemendurna og skipulagt kórastarf fyrir börn á öllum aldri. Einnig er boðið upp á nám í raftónlist og margvíslegt hljómsveitastarf.
