Landbúnaðarnefnd - 78. fundur - 1. febrúar 2007

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.


Þetta var gert:1. Umsóknir um leyfi til búfjárhalds. 2005-11-0068.


Umsóknir um leyfi til frístundabúskapar í Ísafjarðarbæ hafa borist frá eftirfarandi aðilum:

Árni Þór Árnason, Tangagötu 10a, 400 Ísafirði.


Auður Björnsdóttir, Fagraholti 5, 400 Ísafirði.


Kristín Berglind Oddsdóttir, Engjavegi 28, 400 Ísafirði.


Sigríður Þrastardóttir,Seljaland 9, 400 ísafirði.

Landbúnaðarnefnd leggur til að ofangreindum verði veitt umbeðið leyfi til frístundabúfjárhalds í Ísafjarðarbæ og noti það beitarland er þeir vísa til, á grundvelli þeirra reglna sem settar hafa verið.2. Bréf frá umhverfisnefnd vegna vinnu við nýtt aðalskipulag. 2006-03-0038.


Lagt fyrir að nýju erindi frá umhverfisnefnd dags. 3. janúar s.l., vegna vinnu við nýtt aðalskipulag fyrir Ísafjarðarbæ. Jóhann Birkir Helgason, deildarstjóri tæknideildar, kynnti hvað felst í aðalskipulagi og vinnuferlið að baki því.


Landbúnaðarnefnd þakkar umhverfisnefnd fyrir að hefja vinnu við gerð aðalskipulags og minnir á að stærsti hluti alls lands innan marka Ísafjarðarbæjar hefur í gegnum tíðina verið í landbúnaðarnotkun. Mikilvægt er að í aðalskipulaginu verði staðið vörð um þann landbúnað sem er stundaður á svæðinu í dag og fullt tillit tekið til þarfa bænda til að auka og efla bú sín. Jafnframt að í nýju aðalskipulagi verði tekið tillit til nýrra búgreina sem eru í burðarliðnum s.s. fjölnytjaskógrækt, fiskeldi og ferðaþjónusta. Eins að stutt verði við hlunnindabúskap með markvissri eyðingu refa og minka. Frístundabúskapur verði leyfður að fengnum tilskyldum leyfum. Nefndin telur að landbúnaður verði í framtíðinni aðallega stundaðar á svæðinu sunnan Ísafjarðardjúps.


Mjög mikilvægt er að í aðalskipulagi verði lögð áhersla á umhverfismál og það unnið í anda Staðardagskrár 21.3. Refa- og minkaeyðing.


Rætt um refa- og minkaeyðingu á komandi veiðiári og fjárveitingar til málaflokksins.


Landbúnaðarnefnd lýsir yfir áhyggjum vegna skerts framlags til refa- og minkaeyðingar í Ísafjarðarbæ. Ljóst er að á komandi veiðiári verður ekki hægt að stunda veiðar á öllum veiðisvæðum innan bæjarmarkanna miðað við forsendur fjárhagsáætlunar 2007. Því leggur nefndin til að hætt verði að ráða veiðimenn til svæðanna norðan Ísafjarðardjúps.


Nefndin bendir á að allar veiðar á ref og mink eru bannaðar innan friðlandsins á Hornströndum og mikil ásókn dýra er út úr friðlandinu til svæðanna sem næst því liggja.


Því telur nefndin rétt að Umhverfisstofnun taki að sér að sjá um eyðingu refa og minka á svæðinu norðan Ísafjarðardjúps, þar sem mikla aukningu þar megi rekja til þess að veiðar eru ekki leyfðar innan friðlandsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.


Jón Sigmundsson, varaformaður.


Ari Sigurjónsson.


Helgi Árnason.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?