Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
467. fundur 17. desember 2020 kl. 17:00 - 18:22 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021-2023.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Þórir Guðmundsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Siguður J. Hreinsson.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.38, meðan Kristján Þór tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.40.

Bæjarfulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Öll vinnubrögð við þessa fjárhagsáætlun er með hreinum ólíkindum en augljóst er að fulltrúum meirihlutans finnst engin ábyrgð fylgja því að ráðstafa fjármunum bæjarbúa. Í raun má segja að meirihlutinn sé með þessari áætlun, að meitla í stein viðvarandi hallarekstur á bæjarsjóð til næstu ára með stórkostlegri skuldaaukningu. Slíkt ábyrgðarleysi skaðar fjárhag sveitarfélagsins til framtíðar og mun hafa neikvæð áhrif á eignir bæjarins, uppbyggingu í sveitarfélaginu sem og lífsgæði íbúanna. En viðhorfið virðist vera að þetta sé allt í lagi, það er einhver annar sem borgar. Málið er bara að þessi einhver annar er bara við, íbúarnir í bænum okkar.

Rekstur Ísafjarðarbæjar er ekki sjálfbær og fjárhagsáætlun ársins 2021 gerir ekkert til þess að laga það sem er alveg glórulaust. Í ofanálag er meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks svo mikið í mun að koma upp upp fótboltahús að hann hefur misst sjónar á heildarhag íbúa og atvinnulífs. Fótboltahúsið skal upp og trixið er að selja íbúðir úr Fastís og íbúðir á Hlíf. Þessi aðgerð er til þess fallinn að auka enn á ósjálfbærar skuldir bæjarins og gera rekstur A-hluta sveitarfélagsins enn þyngri með auknum rekstrarkostnaði. Meirihlutinn ætlar sér á þessu ári að selja um 50 íbúðir eða um helming af íbúðum Fastís og með því á ekki bara að fá í reiðufé nægan pening til að byggja upp Torfnesið, heldur líka greiða áhvílandi skuldir á viðkomandi íbúðum og fá leigutekjur af þeim íbúðum allt árið. Það er alveg ljóst að himinn og haf ber á milli um annarsvegar raunhæfan söluhagnað af íbúðum Fastís ásamt rauntölum við uppbyggingu á Torfnesi á móti þeim áætlunum sem hér eru settar fram. Það hlýtur að teljast lágmarkskrafa að upplýsingar um framtíðarskuldbindingu sveitarfélagsins séu skýrar áður en lagt er út í fjárfestingar af þessu tagi, sem íbúar bæjarins þurfa að taka endanlega ábyrgð á.

Mikilvægt er í umsýslu með almannafé að fyrir liggi skýr áætlun um umfang reksturs nýrra mannvirkja til að hægt sé að meta framkvæmdir út frá hagkvæmni þeirra, kostnaðaráhrifum til næstu ára og hvaða ruðningsáhrif þær hafa á önnur verk sem nauðsynlegt er að fara í. A- hluti sveitarsjóðs er fjármagnaður að hluta eða öllu leiti með skatttekjum íbúa, fasteignaskatti, lóðarleigu og útsvari auk þess sem greiðslur úr jöfnunarsjóði koma inn sem tekjur í A-hluta. Þessar tekjur (skattur), áætlaðar um 2,7 milljarður fyrir árið 2021 auk 800 eða 900 millj króna (þar sem tölum ber ekki saman í þeim gögnum sem bæjarfulltrúar hafa undir höndum) framlag jöfnunarsjóðs nægja ekki til að standa undir núverandi rekstri allra sviða, þjónustustofnanna og íþróttamannvirkja.

Miðað við reynslu okkar af framkvæmdum og samningum sem Ísafjarðarbær hefur tekið þátt í undanfarið verðum við bæjarfulltrúar að gaumgæfa vel þær fjárhagslegu skuldbindingar sem bærinn er settur í og vera meðvituð um þá ábyrgð sem við berum. Ákvarðanir okkar hafa ekki bara áhrif í dag eða á morgun heldur inn í framtíðinna. Í núverandi ástandi er fjármagn af skornum skammti og margvíslegar nauðsynlegar framkvæmdir eru á borðinu. Tími gæluverkefna er ekki núna!

Það eru fleiri óveðurský sem birtast í fjárhagsáætlun ársins 2021.
Skuldir og skuldbindingar hafa hækkað um tæpan milljarð frá því að núverandi meirihluti tók við völdum árið 2018 og full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun með tilheyrandi aukingu fjármagnskostnaðar.

Gert er ráð fyrir að stöðugildum fækki um 21 á árinu 2021, á tíma sem flest sveitarfélög kappkosta við að halda fólki í vinnu og verja störf í þeim heimsfaraldri sem við erum í. Eðlilegt er að skoða hagræðingu og endurskipuleggja en mikilvægt er að gæta að starfsfólki og það skiptir máli hvernig staðið er að málum.

Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 166 m.kr en það er sú tala sem fjárfestingar ársins ættu að taka mið af. Það er ekki gert, heldur er gert ráð fyrir fjárfestingum uppá rúman milljarð. Þetta á að fjármagna með óraunhæfum væntingum um sölu eigna.

Við Í-listanum höfum lagt áherslu á bærinn fari í tekjuaukandi uppbyggingar verkefni. Það er eftirspurn eftir íbúðum og nú er lag að gera fleiri lóðir klárar. Gildandi húsnæðisáætlun bæjarins sýnir fram á mikla þörf fyrir nýjum íbúðum og við því þarf að bregðast með beinni eða óbeinni þátttöku. Þannig má skapa tekjur til framtíðar og getu til að taka á móti nýjum íbúum og atvinnutækifærum. Það er mikilvægt að Sundabakkinn sé að fullu fjármagnaður, til að tryggja uppbyggingu á Suðurtanga. Þá er það jafnframt mikilvægt út frá lýðheilsu að halda áfram uppbyggingu göngustíga. Einnig lögðum við til að bygging knattspyrnuhúss yrði frestað á meðan við erum í þessum ólgusjó sem heimsfaraldurinn hefur borið með sér.“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-4.

2.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Bæjarstjóri leggur fram gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2021 til síðari umræðu. Gjaldskrár eru óbreyttar, utan tveggja.

Annars vegar lagði íþrótta- og tómstundanefnd til á 217. fundi sínum, þann 2. desember 2020, að breyta afslætti á árskorti á skíðasvæði úr 20% í 50% fyrir einstaklinga með virkt árskort í sundi sem fjármálastjóri lagði til í minnisblaði.
Afsláttur á árskorti kemur í staðinn fyrir súperpassa sem detta út úr gjaldskrá 2021. Lagt er til sérverð fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á árskort í sundi.
Íþrótta- og tómstundanefnd lagði við bæjarráð að samþykkja gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2021, og bæjarráð vísaði gjaldskránni til seinni umræðu í bæjarstjórn, á 1134. fundi sínum þann 14. desember 2020.

Hins vegar samþykkti hafnarstjórn gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2021 á 217. fundi sínum, þann 8. desember 2020, og vísaði til samþykktar í bæjarstjórn.
Breytingar voru gerðar á þjónustugjaldskrá II. kafla, n.t.t. 9. gr. um gjald fyrir rafmagn, en rafmagnsmælum var skipt upp í fleiri flokka og sett upp lágmarksgjald, sett var upp lágmarksgjald vegna hafnsögu í 10. gr., sett var upp og skilgreint fast mánaðargjald, lágmarksgjald, vegna sorphirðu, og skilgreindir voru útkallstaxtar vegna vogargjalda í 16. gr. Að lokum var orðalagi 19. gr. breytt þannig að innheimta færi fram hjá innheimtustjóra, eins og raunin er, en ekki hjá hafnarstjóra.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sif Huld Albertsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður J. Hreinsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Stytting vinnuviku - 2020090005

Tillaga frá 1133. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 7. desember 2020, um að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra umboð til að samþykkja eða hafna fyrir hönd hennar vinnutímasamkomulag hverrar stofnunar fyrir sig.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður J. Hreinsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

4.Afsal húsnæðis Tónlistarskóla Ísafjarðar til Ísafjarðarbæjar - 2020120005

Tillaga frá 1133. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 7. desember 2020, um að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að hefja viðræður við Tónlistarfélag Ísafjarðar um beiðni félagsins um að sveitarfélagið yfirtaki rekstur og viðhald húsnæðis Tónlistarskólans við Austurveg 11 á Ísafirði.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Birgir Gunnarsson og Daníel Jakobsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.

5.Tónlistarfélag Ísafjarðar - fasteignagjöld 2019 og 2020 - 2020120006

Tillaga frá 1134. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 14. desember 2020, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 20 við fjárhagsáætlun 2020 vegna styrks til Tónlistarfélags Ísafjarðar vegna fasteignagjalda áranna 2019 og 2020.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Tillaga frá 217. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór þann 2. desember 2020, um að bæjarstjórn samþykki umsóknarferli uppbyggingasamninga.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Reglur vegna greiðslna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum - 2019090053

Tillaga frá 179. fundi barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem fram fór þann 20. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki reglur vegna greiðslna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 173 - 2006015F

Fundargerð 173. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 2. júlí 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 174 - 2008005F

Fundargerð 174. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 17. ágúst 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 175 - 2008016F

Fundargerð 175. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 18. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 176 - 2009026F

Fundargerð 176. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 29. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 177 - 2010003F

Fundargerð 177. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 6. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 178 - 2010008F

Fundargerð 178. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 8. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 179 - 2010025F

Fundargerð 179. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 20. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Bæjarráð - 1133 - 2012006F

Fundargerð 1133. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 7. desember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Bæjarráð - 1134 - 2012008F

Fundargerð 1134. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 14. desember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 24 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Hafnarstjórn - 217 - 2012007F

Fundargerð 217. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 8. desember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Íþrótta- og tómstundanefnd - 217 - 2011025F

Fundargerð 217. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 2. desember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 549 - 2012004F

Fundargerð 549. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 9. desember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Velferðarnefnd - 454 - 2012003F

Fundargerð 454. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 11. desember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:22.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?