Íslandssaga og Klofningur fá hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi skólaumhverfi 2024
Íslandssaga og Klofningur á Suðureyri hlutu hvatningarverðlaun skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar fyrir framúrskarandi skólaumhverfi 2024. Fyrirtækin hafa boðið grunnskólanemendum í heimsókn í yfir 20 ár, til að kynna þá fyrir fiskvinnslu og sjávarútvegi.
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2025 hafa verið birtir. Hægt er að fá aðstoð eða gera athugasemdir við innheimtu með því að senda tölvupóst á innheimta@isafjordur.is eða hringja í síma 450 8000.
Kærufrestur á álagningu er til 28. febrúar 2025.
Dagur Benediktsson er íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2024
Skíðagöngumaðurinn Dagur Benediktsson var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2024 við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Logni í gær, sunnudaginn 12. janúar.
Kynning vinnslutillögu vegna deiliskipulagsbreytinga í Seljalandshverfi
Ísafjarðarbær birtir til kynningar vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna nýtingar jarðhita. Athugasemdafrestur er til 7. febrúar 2025.
Kynning vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi — Nýting jarðhita í Seljalandshverfi
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna nýtingar jarðhita í Seljalandshverfi á Ísafirði. Athugasemdafrestur er til 7. febrúar 2025.