Samningar við Act Alone og Kómedíuleikhúsið framlengdir
Bæjarstjórn hefur samþykkt endurnýjun á þriggja ára styrksamningi við einleikjahátíðina Act Alone og framlenginu samkomulags um afnot leiklistarmiðstöðvar Kómedíuleikhússins af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Vallargötu 3 á Þingeyri.
Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar settur á fót
Stofnaður hefur verið starfshópur sem falið er að greina og skoða skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar og leggja fram tillögur að breytingum á skipulagi leikskólastarfs sem leitt geta til framtíðarumbóta og stöðugleika í starfsumhverfi barna og starfsfólks leikskóla.
Auglýsing um tillögu að deiliskipulagsbreytingum í miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis Þingeyrar skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Deiliskipulagsbreyting þessi nær til lóðanna Vallargötu 1 og 3, og Hafnarstrætis 5 og 8. Frestur til að skila inn ábendingum við tillögugerðina er til og með 15. mars 2024.