Lífshlaupið

Leikskólinn Tangi fór með sigur úr bítum í innanhúss keppninni hjá okkur með 21 dag og 2073,55 mínútur í hreyfingu að meðaltali á starfsmann. Það gera um 99 mínútur í hreyfingu á dag pr. starfsmann, takk fyrir. Tangi endaði í 3. sæti á landsvísu í sínum flokki (10-29 starfsmenn), en var líka jafn í fyrsta sæti með fullnýtingu daga og þátttökuhlutfall.

Í öðru sæti í innanhúss keppninni okkar var svo Leikskólinn Sólborg með 20,61 dag og 1985,26 mínútur í hreyfingu að meðaltali á starfsmann. Það gera um 96 mínútur í hreyfingu á dag pr. starfsmann. Sólborg endaði í 4. sæti á landsvísu í sínum flokki (10-29 starfsmenn), þ.e. í sætinu á eftir Tanga.

Við óskum Tanga og Sólborg hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur.
 
Allir vinnustaðir bæjarins eru svo hvattir til að taka þátt á næsta ári, því svona átak er afar skemmtilegt og getur jafnvel ýtt manni af stað í frekari hreyfingu. Svo má auðvitað leiða líkum að því að margir séu nú þegar að hreyfa sig umtalsvert og þ.a.l. væri bara gaman að skrá þá hreyfingu, svona til að fá smá tölfræði yfir hana.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?