Svavar Knútur á Vagninum

Skrá nýjan viðburð


Svavar Knútur söngvaskáld fagnar nú útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt og auðvitað er mikilvægt að heimsækja frændfólkið sitt á Vestfjörðum og syngja fyrir gesti, gangandi, vini, velunnara og alls konar, í hinum sögufræga og goðsagnarkennda Vagninum á Flateyri sunnudagskvöldið 16. júní kl. 21.00

Samhliða Ahoy! Side B kemur út Tvöfaldur vínill, Ahoy!, þar sem Side B rennur saman við systurplötu sína Ahoy! Side A, sem kom út 2018. Loksins sameinaðar!

Á tónleikunum mun Svavar Knútur syngja lög vítt og breitt af ferli sínum og segja sögur af ferðlögum, löndum og lýðum. Börn eru auðvitað velkomin í fylgd með foreldrum.

Aðgangseyrir er litlar kr. 3.500, en ókeypis er fyrir börn og unglinga undir 18 ára í fylgd með foreldrum eða afa/ömmu.

Sjáumst eldhress!

Miðasala á tix.is

Er hægt að bæta efnið á síðunni?