Kynning á starfsemi Píeta samtakanna

Skrá nýjan viðburð


Píeta samtökin og fyrirtækin Arctic Fish, Hraðfrystihúsið Gunnvör og Jakob Valgeir standa fyrir fræðslu- og kynningarfundi fyrir almenning. Fundurinn verður haldinn í Grunnskóla Ísafjarðar fimmtudaginn 16. mars kl. 19:30.

Píeta samtökin eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. 

Á fundinum verður starfsemi Píeta kynnt, fjallað um sjálfsvígsvarnir og mikilvægi þess að við séum vakandi gagnvart líðan hvers annars og látum okkur hvert annað varða. Eftir erindið verða haldnir stuðnings- og umræðuhópar fyrir aðstandendur sem hafa misst og þá sem eiga aðstandanda í hættu. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í opinni umræðu um þessi mikilvægu málefni.

Eva Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og Benedikt Þór Guðmundsson, ráðgjafi munu halda fræðsluerindi um starfsemi Píeta og hópastarf.

Einnig verða aðilar frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Kirkjunni til að kynna þjónustu á svæðinu.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?