Lenging Sundabakka á Ísafirði

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Yfir stendur vinna við lengingu hafnarkants á Sundabakka á Ísafirði og verður kanturinn lengdur um 320 metra. Að verki loknu verður hafnarkanturinn samtals 520 metrar og verður þá hægt að taka á móti fleiri og stærri skemmtiferðaskipum í höfn. 

Í febrúar 2021 var undirritaður verksamningur við Tígur vegna fyrsta áfanga verksins sem var gerð fyrirstöðugarðs við Sundabakka.

Í júní 2021 var undirritaður verksamningur milli Hafna Ísafjarðarbæjar og Borgarverks ehf. vegna niðurreksturs stálþils á lengingu Sundabakka á Ísafirði.

Samningsupphæð vegna niðurreksturs stálþilsins er 393,7 milljónir kr. og er langstærsta verkefni sem Hafnir Ísafjarðarbæjar hafa ráðist síðustu áratugi. Gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður við verkið þegar því verður lokið verði um einn milljarður kr.

Í nóvember 2021 fór dýpkun hafnarinnar í útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Efnið sem verður dælt úr höfninni verður nýtt til landfyllingar bæði á Ísafirði og í Súðavík.